Fyrsta all-grain komið í kút

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Fyrsta all-grain komið í kút

Post by aki »

Jæja, við prófuðum, með ágætum árangri held ég. Við reyndum að nota tepokaaðferðina sem reyndist dálítið snúin með 5kg af malti (sem við fengum malað frá Ölvisholti). Grisjan hélt ekki vel og virtin varð mjög gruggug. Það er líka meira en að segja það að dunka einhverjum 10kg af blautu malti í pott með 80° heitu vatni.

Á endanum fengum við 17ltr af 1.067 virt sem er núna í gerjun. Allt á fullu. Safale-ger frá Ölvisholti og góð lykt úr kútnum.

Við lentum samt í alls kyns vandræðum. Þau helstu að allur prósessinn tók sjö klukkutíma með þessari aðferð. Við notuðum 40-60-70 aðferðina við að meskja sem er líklega overkill. Næst verðum við með moddað kælibox til að meskja og skola í sama ílátinu sem ætti að spara smátíma.

Við notuðum 4kg af Pale Ale og 1kg af Caraaroma (uppskriftirnar hans Idle reyndust okkur mikil hjálparhella). 60g af Fuggles (í 60m og 30m) og 30g af First Gold í lokin sem hefði auðvitað átt að vera öfugt. Enginn verður líklega óbarinn biskup. Hins vegar lítur þetta í heildina vel út, ilmar vel og gefur góð fyrirheit...
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Fyrsta all-grain komið í kút

Post by aki »

Og núna annað með nánast sömu uppskrift. Notuðum heimasmíðað meskiker í þetta skiptið. Lentum í engum vandræðum með stíflur: þetta rann hægt og rólega út. Aðalvandamálið var að steppa hitann í kerinu upp rétt. Gerðum humlana rétt. Fengum í lokin 27 lítra af 1.040 ilmandi virt - sem segir að líklega hefðum við átt að sjóða hana meira niður. Helltum henni á gersetið frá fyrri löguninni, sem er komin á glerkút fyrir eftirgerjun. Á eftir að sjá hvort við komumst upp með það. :geek:
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Fyrsta all-grain komið í kút

Post by Andri »

Ætluðuð þið s.s. að fá 23 lítra en fenguð 27
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Fyrsta all-grain komið í kút

Post by aki »

Tja. Við vorum bara svo hvekktir eftir fyrstu tilraunina að við þorðum ekki öðru en hafa nóg af vökva í upphafi suðu. Höfum líklega gengið aðeins of langt.

Annað áhyggjuefni er að eftir líflegan gerjunarsólarhring þá virðist sykurflotvogin komin niður í 1.004!!

Veit ekki hvers konar léttöl þetta verður... :drunk:
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fyrsta all-grain komið í kút

Post by Eyvindur »

Voruð þið með þrepameskingu (step-mash)? Til hvers?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Fyrsta all-grain komið í kút

Post by aki »

Meinarðu að við hefðum átt að skjóta beint á 66° í klukkutíma?

Við vorum með áhyggjur af extraktnýtninni. En kannski er ekkert betra að nota þrepin?
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fyrsta all-grain komið í kút

Post by Eyvindur »

Þrepamesking er notuð þegar malt er "undermodified", eða með lítið af ensímum. Í dag er flest grunnmalt svo gott að þrepamesking er óþörf. Meira að segja malt sem í gegnum tíðina hefur verið í slappari kantinum, til dæmis pilsner malt, er farið að vera svo gott að þetta er óþarft. Ég hef fengið sömu nýtni með pilsner malti og pale ale malti (fæ þessa dagana staðfastlega 75% nýtni). Ég myndi allavega ekki vera að leggja þessa auka vinnu á mig, því hún skilar trúlega litlu sem engu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Fyrsta all-grain komið í kút

Post by aki »

Nú er þetta komið á flöskur að mestu. Botnfallið úr seinni löguninni (sem við helltum á gerkökuna úr þeirri fyrri) var svakalegt...

Annað sem gerðist er að það kom hvít skán sem myndaði eins og kalkútfellingar ofaná bjórnum. Veit ekki hvaða villigerjun þetta er en það lyktar ekki neitt. Við ákváðum að hafa engar áhyggjur af því og skella þessu bara á flöskur anyways :sing:

Fyrri lögunin sem við suðum niður í 17 ltr var miklu dekkri en sú síðari sem var 25 ltr, þrátt fyrir að við hefðum notað nákvæmlega sömu kornsamsetningu í bæði skiptin. Fyrri uppskriftin var gerð með tepokaaðferðinni en hin með kælibox-meskikeri.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Fyrsta all-grain komið í kút

Post by Bjössi »

vorum líka að gera 1st all grain síðusu helgi í grysjupoka, gekk bara vel, vorum með sirka 12ltr vatn sem við heldum í 69°c meðan meskjun stóð yfir, síðan enfaldlega skoluðum kornið, s.s. heldum virtinum/grugginu yfir, kláruðum svo að skola með sirka 10 lítrum af hreynu vatni, settum virtin síðan í suðupott og fylltum á upp að 30 ltr, og suðum niður í 24ltr,
OG 1.050
fG 1.010 (í dag) búið að vera í gerjun frá föstudegi
smkkaði á þessu og tel ég bara vera fina framleiðsly, er að hugsa um að nota hunang eða púðusykur í "secondary"

tek annað allgrain um helgina :D
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fyrsta all-grain komið í kút

Post by Eyvindur »

Ef þið notið grisjupoka er algjör óþarfi að skola. Þið meskið bara í öllu vatninu. Mæli með því að lesa þetta: http://www.beersmith.com/blog/2009/04/1 ... r-brewing/

Auk þess verð ég að benda á að það er talið frekar óæskilegt að bæta við hreinu vatni í all grain bruggun. Ég held að flestir (ef ekki allir) séu sammála um að það sem gildir sé að nota eingöngu vatn úr meskingu og skolun (ef hún fer fram á annað borð).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Fyrsta all-grain komið í kút

Post by Bjössi »

hmm......já góður punktur
verst að potturinn er ekki meira en 30ltr, maður þarf stærri pott undir þetta,
annars er lager útsala hjá byko, veit að það er kælibox þar
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Fyrsta all-grain komið í kút

Post by aki »

Aðalástæðan fyrir því að við útbjuggum meskiker er hvað það var erfitt að eiga við grisju með fimm kíló af korni + álíka af vatni. Ég átti von á því að grisjan gæfi sig á hverri stundu. Auk þess var hún varla nógu fín og það kom mjög mikið af gruggi í vatnið (samanborið við meskikerið síðar). Það settist að vísu allt með sóma og bjórinn lítur fantavel út.

Við vorum ekki með 30l pott og eftirá að hyggja var mun minni fyrirhöfn að nota meskikerið en þessa "einföldu" tepokaaðferð. :massi:
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
Post Reply