All Grain á ódýran hátt

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Gummi P
Villigerill
Posts: 14
Joined: 15. Aug 2009 21:46

All Grain á ódýran hátt

Post by Gummi P »

Fyrir aðeins nokkrum vikum uppgötvaði ég þá einstöku snild sem heimabrugg er og í kjölfarið á því þessa frábæru síðu. Ég sá það strax að coopers kittin væru ekki nógu góð og ákvað því að reyna að koma mér upp því sem þurfti til all grain bruggunar. Til að byrja með fannst mér þetta vera töluvert bras og kostnaður vera mikill, og því meira sem ég las mér til fannst mér að fólki þætti það almennt og að það fældi töluvert frá því að skipta yfir. Þess vegna ákvað ég að reyna að gera þetta á eins auðveldan og ódýrann hátt og mögulegt væri og gera smá svona DIY verkefni úr þessu sem ég ætla að deila með ykkur hér, vonandi öðrum til hvattningar :beer:

Búnaðarlisti Gumma:

45l álpottur: 50l mjólkurbrúsi sem ég skar toppinn af og færði höldin neðar. 0 kr (gefins)

Gashelluborð: Helluborð með 2 hellum sem saman þekja um 90% af pottinum. 0 kr (ruslagámar :D )

Meskiker: Kælibox sem ég gataði og setti vatnsþétt tengi með slöngu og kápu af klósettbarka. 2100 kr í Húsasm. (box 1100 á tilboði :o )

Eins og þið sjáið þá er kostnaður í algjöru lágmarki en það eina sem til þurfti var að hafa augun opin og nenna að leggja á sig smá bras (sem er reyndar í miklu uppáhaldi hjá mér).
Næst er svo planið að ráðast í korn mill gerð en það er svosem ekkert sem liggur á.

Nú vantar mér bara góða uppskrift að einhverjum léttum bjór, (vill hafa þann fyrsta ljósan, frískandi og auðdrekkandi) og þá er allt klárt til að hefjast handa.

Baráttukveður :skal:
Gummi P
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: All Grain á ódýran hátt

Post by Andri »

snilld snilld :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: All Grain á ódýran hátt

Post by Eyvindur »

Mæli með brúðkaupsölinu hans Úlfars. Það er mjög létt og skemmtilegt, afskaplega bragðgott og höfðar til flestra.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: All Grain á ódýran hátt

Post by karlp »

Kælibox sem ég gataði og setti vatnsþétt tengi með slöngu og kápu af klósettbarka. 2100 kr í Húsasm.
Hvað nákvæmlega notaðu fyrir "vatnsþétt" tengi? Ég er með kælibox, kápu af klósettbarka, en er óviss hvað er næsta (ódyra) skref.

2" stainless threaded pipe: 2þ kr
2 hose barbs
two lock nuts
two silicon washers....

það er miklu meira en 2100!
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Gummi P
Villigerill
Posts: 14
Joined: 15. Aug 2009 21:46

Re: All Grain á ódýran hátt

Post by Gummi P »

Þetta "vatnsþétta tengi" er gegnumtak fyrir rafmagns kapla á vatnsheld box. Bætti svo við 2 O-hringjum sitt hvorum meginn. Gúmmíþétting herðist svo að slöngunni þegar það skrúast saman.
klósettbarkinn kostaði mig 730 kr
"tengið" 76 kr
O-hringir 50 kr
og slangan um 150

Gummi P
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All Grain á ódýran hátt

Post by sigurdur »

Þetta virðist vera mjög flott.
Helduru að gashellurnar gefi nægilega mikinn hita (gas) frá sér til að hita svona stóran pott (með vökva) á skikkanlegum tíma?

Ertu ekki með neinar áhyggjur af því að fá auka lykt og bragð við meskingu vegna gegnumtaksins og gúmíhringsins?

Hvernig o-hringir eru þetta annars?

Hvernig slanga er þetta?
Gummi P
Villigerill
Posts: 14
Joined: 15. Aug 2009 21:46

Re: All Grain á ódýran hátt

Post by Gummi P »

ég er að prufa helluna eins og er en ég er ekki alveg viss hvað hún afkastar, Ef hún klikkar þá get ég fengið aðra lánaða sem er MJÖG stór.
O-hringirnir eru bara þéttigúmmí sem er notað í pípulögnum og ættu ekki að gefa bragð eða lykt. gegnumtakið er nú bara pínulítið plast stykki sem ætti ekki að hafa nein áhrif. Slangan er glær, 6mm

Gummi P
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All Grain á ódýran hátt

Post by sigurdur »

Ef þetta eru pípulagnahringirnir (Viton), þá er einhver fóbía í gangi (a.m.k. hjá mér) með að nota slíkt. Ég pantaði bara sílikon hringi af netinu.

Endilega láttu vita hvernig niðurstaðan verður með þetta.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: All Grain á ódýran hátt

Post by Idle »

Fór í Húsasmiðjuna í kvöld í leit að málningarrúllu, og gekk út með rúlluna, ásamt 35 lítra kæliboxi. Þau eru sumsé komin aftur, í takmörkuðu upplagi. Boxið kostaði 1.194 krónur. Þeim sem vantar box, hvet ég til að drífa sig hið fyrsta í Skútuvoginn á meðan eitthvað er til. Annars kaupi ég þau öll og sel aftur á uppsprengdu verði! ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All Grain á ódýran hátt

Post by sigurdur »

Allir sem að geta hugsað sér a.m.k. að fara einhverntímann í AG, endilega kaupa þetta núna.. þið eigið ekki eftir að sjá svona verð í heilt ár.
Gummi P
Villigerill
Posts: 14
Joined: 15. Aug 2009 21:46

Re: All Grain á ódýran hátt

Post by Gummi P »

Hvað eru menn hér almennt lengi að ná upp suðu? var um klukkutíma í 70 og rúmlega ein og hálfan í suðu. var með 30l í potti.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All Grain á ódýran hátt

Post by sigurdur »

Það er ágætis suðureiknivél á http://www.phpdoc.info/brew/boilcalc.html" onclick="window.open(this.href);return false; .

Ef við gefum okkur nokkrar forsendur, þú ert með 85% nýtni og upphafshiti á vatninu er 10°C. Það tekur þig ~90 mín að ná upp suðu (100°C) og þú ert með 30 lítra af vökva.
Það reiknast út sem u.þ.b. 2400W af orku.

Þetta er nægjanlegt til að ná upp og halda suðu að mínu mati.
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: All Grain á ódýran hátt

Post by karlp »

Gummi P wrote:Þetta "vatnsþétta tengi" er gegnumtak fyrir rafmagns kapla á vatnsheld box. Bætti svo við 2 O-hringjum sitt hvorum meginn. Gúmmíþétting herðist svo að slöngunni þegar það skrúast saman.
klósettbarkinn kostaði mig 730 kr
"tengið" 76 kr
O-hringir 50 kr
og slangan um 150

Gummi P
Got a picture?
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Post Reply