Búnaðarlisti Gumma:
45l álpottur: 50l mjólkurbrúsi sem ég skar toppinn af og færði höldin neðar. 0 kr (gefins)
Gashelluborð: Helluborð með 2 hellum sem saman þekja um 90% af pottinum. 0 kr (ruslagámar
Meskiker: Kælibox sem ég gataði og setti vatnsþétt tengi með slöngu og kápu af klósettbarka. 2100 kr í Húsasm. (box 1100 á tilboði
Eins og þið sjáið þá er kostnaður í algjöru lágmarki en það eina sem til þurfti var að hafa augun opin og nenna að leggja á sig smá bras (sem er reyndar í miklu uppáhaldi hjá mér).
Næst er svo planið að ráðast í korn mill gerð en það er svosem ekkert sem liggur á.
Nú vantar mér bara góða uppskrift að einhverjum léttum bjór, (vill hafa þann fyrsta ljósan, frískandi og auðdrekkandi) og þá er allt klárt til að hefjast handa.
Baráttukveður
Gummi P