Lagði í þennan í gær. Fyrsti skammturinn þar sem ég nota gasbrennara og kælispíral. Meskjunarhitastigið var heldur lágt eða rúmlega 66°c, tvöföld skammtaskolun skilaði um 29 lítrum í pottinn þar sem OG var 1,042. Suðan var heldur löng eða um 75 mín. Uppgufun var mikil og ég fékk bara um 17 lítra úr pottinum þar sem eðlisþyngdin var um 1,065, ég bætti 6 lítrum af vatni í og fékk þá OG 1,050 eins og áætlað var.Oli wrote:Ég setti saman uppskrift að lager, á að vera í helles stíl. Er að notast við það efni sem ég á, það hefði líklega verið betra að nota ljósara pilsner malt sem grunn, en það verður að bíða næstu ferðar í Ölvisholt.
Ætla að henda gerinu í frekar heitan virt miðað við lager, svona um 18 gráður og henda svo í bjórkælinn og láta gerjast við um 9-11 gráður í 2-3 vikur, lagering fer svo fram við ca. 3 gráður í amk 4 vikur.
23 lítra skammtur
4,00 kg Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM) Grain 82,47 %
0,45 kg Munich I (Weyermann) (7,1 SRM) Grain 9,28 %
0,20 kg Caramel Malt - 10L (Briess) (10,0 SRM) Grain 4,12 %
0,20 kg Carapils (Briess) (1,5 SRM) Grain 4,12 %
1,00 oz Hallertauer Mittelfrueh [4,00 %] (60 min) Hops 12,1 IBU
1,00 oz Hallertauer Hersbrucker [3,80 %] (15 min) Hops 5,7 IBU
0,25 tsp Irish Moss (Boil 10,0 min) Misc
2 Pkgs SafLager German Lager (DCL Yeast #S-189) Yeast-Lager
OG áætlað um 1.050
FG áætlað um 1.012
IBU um 19
litur 5,5 SRM
Ætla að nota tvöfalda skammtaskolun sem skilaði ágætis nýtni síðast eða um 77%.
Það er gríðarlega gott að nota gasbrennara, ég byrjaði að kynda undir pottinum eftir fyrstu skolun og suðan var fljót að koma upp eftir að seinni skolun var búin. Kælispírallinn svínvirkaði líka og ég var enga stund að ná hitastiginu niður í um 20°c. Henti tveimur pökkum af lagergeri og henti þessu í bjórkælinn þar sem að gerlarnir una sér vel við 11-12°c
Nú er bara að bíða.....