Jæja Meistarar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

ef maður myndi svo nota maltextract sýrópið sem fæst td i heilsubuðum og apótekum þá væri það i lagi. og ef eitthvað er betri en þrúgusykur eða? ef uppskrift væri 1kg a sykri myndi maður breyta þvi yfir i 1kg af maltextract þá? en þetta maltextract sem fæst uti netto t.d myndi þa væntanlega breyta litinum a bjornum hvort maður se með ljost eða dökkt extract?

basic spurningar og ekki alveg það sem eg ætla mer en eg er að reyna atta mig á öllum þessum efnasamböndum og hvað er i lagi i bjorgerð and so on
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jæja Meistarar

Post by sigurdur »

Mig minnir alveg endilega að þú þurfir meiri þyngd af þurru malt-extract heldur en þurrum dextrósa.

Ég held að þú þurfir ekki að hafa neinar stórar áhyggjur af litnum nema að þú sért að miða á einhvern ofur nákvæman lit.

Ef þú ert í miklum pælingum um hvernig hlutirnir virka á móti hvorum öðrum, þá er gott að fara á t.d. wiki hjá homebrewtalk.com, lesa how to brew eftir John Palmer og síða skoða youtube til að sjá hvernig þetta er gert.

Það eru einhverjir hérna búnir að skoða maltið í heilsubúðum og mig minnir að það hafi verði fordæmt sem ónýtt í bruggun, en þér er velkomið að prófa það. Hafðu í huga að það er mjög dýrt hérna.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

ja hvað gerðist þegar það var notað þetta malt extract ur heilsubuðum einhver með reynslu? og þyrfti þá að nota meiri en 1kg af þvi ef uppskrift segir 1kg sykur? einhver sem getur staðfest sigurd þarsem hann segist ekki alveg muna en ráma í :P takk takk
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Jæja Meistarar

Post by Idle »

Ég reikna ekki með að neitt sérstakt hafi gerst, annað en maltið skilaði ekki tilætluðu bragði og/eða lit. Maltþykknið sem hér fæst (man eftir að hafa keypt svona í túbu til að gefa kettinum mínum) er fyrst og fremst selt sem hægðalosandi meðal, og áreiðanlega ekki unnið úr neinu sérstöku eða sérvöldu byggi líkt og maltþykkni ætlað til bjórgerðar.

Kíló af sykri eða kíló af maltþykkni myndi líklega gerjast álíka mikið, en bragðmunurinn yrði áreiðanlega umtalsverður.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

man eftir að þegar eg for siðast að kaupa i matinn að eg kikti í heilsuhornið og sá þá þessa maltextract sem var ætlað til matargerðar...en er í heilsuhorninu svo eg býst ekki við að það se nein óæskileg rotvarnarefni eða neitt þvíumlíkt
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Jæja Meistarar

Post by Idle »

Jú, það er víst eitthvað af þessu notað til matargerðar líka. Spurning um að hafa samband við næsta bakarí? :D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Gummi P
Villigerill
Posts: 14
Joined: 15. Aug 2009 21:46

Re: Jæja Meistarar

Post by Gummi P »

Ég prufaði að setja eina krukku 450g á móti 650g sykri í coopers real ale. fékk maltið í heilsuhúsinu og er það ætlað út í heita drykki, bakstur og feira. Ölið dökknaði talsvert og bragðið eftir því. Þar sem ég er bara nýlega búinn að leggja í þessa lögn þá er það ekki búið að þroskast nóg og ekki alveg hægt að dæma um útkomuna, en eftir fystu smökkun þá held ég að þetta verði alveg þokkalegt miðað við þessi kitt.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

Andri wrote:Ef þú ætlar að kaupa þetta Coopers "Lager" dót í Ámunni eða frá Vínkjallaranum þá vill ég bara benda þér á að þetta er ekki lager. Það fylgir öl-ger með þessu og ef þú ert að gerja þetta við 20-25°C með öl geri þá ertu að búa til öl. Þú getur hinsvegar bætt lager geri í þetta (sem fæst þvímiður ekki hérna á klakanum) og gerjað við minni hitastig og búið til lager úr þessu.
eftir smá research þá skil ég þetta ekki betur en að með venjulega coopers lager kittunum er þetta öl ger en með brewmaster selection lager kittinu http://www.geocities.com/lesjudith/Cust ... aster.html" onclick="window.open(this.href);return false; se þetta actually lager ger? Þeir taka það framm og mæla með fermenting undir 20gráðunum með þvi. Mer leist agætlega á að prufa kannski eitt svoleiðis og skella í aukaískápinn herna þarsem vinkjallarinn er akkurat með þessa lika.....nema þetta se bull og það se hreinlega allt öl ger?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jæja Meistarar

Post by sigurdur »

Er spurning í þessu?
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Jæja Meistarar

Post by Andri »

Robert wrote:eftir smá research þá skil ég þetta ekki betur en að með venjulega coopers lager kittunum er þetta öl ger en með brewmaster selection lager kittinu http://www.geocities.com/lesjudith/Cust ... aster.html" onclick="window.open(this.href);return false; se þetta actually lager ger? Þeir taka það framm og mæla með fermenting undir 20gráðunum með þvi. Mer leist agætlega á að prufa kannski eitt svoleiðis og skella í aukaískápinn herna þarsem vinkjallarinn er akkurat með þessa lika.....nema þetta se bull og það se hreinlega allt öl ger?
Þetta kit sem þú ert að skoða er með lager geri. En ég held að þetta sé ekki selt hérna á klakanum þannig að þú þyrftir að panta að utan. Allavegna er áman ekki með þetta.
Ég hef ekkert skoðað http://www.vinkjallarinn.is/xodus_produ ... &SubCat=15" onclick="window.open(this.href);return false;
það gæti verið að þetta sé með lager geri... ég skal senda coopers mönnum fyrirspurn núna
http://www.coopers.com.au/homebrew/hbre ... d=1&id=122" onclick="window.open(this.href);return false; Gæti verið að þeir hafi skipt um umbúðir á þessu og vínkjallarinn sé með gamla mynd. Virðast allavegna bæði vera "Brewmasters selection"
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

Sigurdur: ja eða meiri leita eftir staðfestingu þar sem þið eruð svo sjóaðir í þessu =)

En já vinkjallarinn er einmitt með þetta brewmaster lager, þ.e.a.s með nyju umbúðunum á meðan síðan þeirra er ekki uppfærð hjá þeim.

Mig langar soldið að prufa eitt stykki svona sem fyrsta skiftið þar sem eg hef option a að halda góðu hitastigi með tómum ískáp bara, en nuna er eg soldið þunnur á hvernig ég nálgast Light Dry Malt?....

Btw Takk fyrir að vera þolinmóðir og hjálplegir gagnvart okkur byrjendunum, bætir andrúmsloftir til muna. Ég á sko nóg af vitlausum spurningum eftir býðið bara
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jæja Meistarar

Post by Eyvindur »

Einu heimskulegu spurningarnar eru þær sem maður sleppir því að spyrja.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

hehe segdu Eyvindur

en herna til ad fa aukasykurinn sem er ekki thrugusykur tharf eg ad gera meskingu eda partial meskingu sumse, en er tha eina leidin ad kaupa fra OB og thurfa tha vera med millu sem eg hef ekki eda pantad millad korn eda DME/LME ad utan? einu 3 optionin?

afsakid stafina, enskt lyklabord i vinnunni.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jæja Meistarar

Post by Oli »

Athugaðu að ÖB selur kornið í 5 kg skömmtum, en þeir geta malað það fyrir þig líka ef þú ætlar að steepa eða gera pm.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

já sá að það var bara 5kg og 25kg skammtar hjá þeim. En hvað eruði að nýta 5kg í mikið on average?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jæja Meistarar

Post by sigurdur »

Ef þú ert í all-grain, þá fara góð 5-6 kíló að meðaltali í 25 lítra skammta.
Ef þú ert að stefna í háa alkóhólprósentu þá duga 5 kíló kanski í 16-18 lítra myndi ég skjóta á.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Jæja Meistarar

Post by Andri »

Sendi eiganda vínkjallarans email um þetta, hann uppfærði myndina á síðunni og sagðist ekki vita hvernig ger þetta væri. En samkvæmt heimasíðu coopers.com.au þá er þetta lager ger.
Veit ekki með þetta létta malt..
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

Andri on top of things hehe

En já fyrst þeir geta malað þetta fyrir mann þá er það snilld, nuna er bara að halda áfram að læra aðferðirnar við þetta af netinu :P
Ég prufa bara svona kit og fermenta við 12-13 gráður eða svo, ef það kemur illa ut þá bara so be it, er spenntari fyrir að prufa þetta en tapa einhverjum nokkrum þúsundköllum =)
"Premium Pils. Malt" væntanlega henntugast þá í aukasykurinn fyrir þetta?

Hvernig eru þið að hreinsa dótið ykkar aður en þið byrjið? hvaða efni í hvað langan tíma? klór eða önnur hreinsiefni? hvað passiði helst upp á. Svo er oft sagt ekki nota "hitaveituvatn" hvað notið þið þá?
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jæja Meistarar

Post by Oli »

Ef þú ert ekki búinn að lesa þetta þá myndi ég gera það áður en þú ferð í þetta
http://www.howtobrew.com/section1/chapter1-1.html" onclick="window.open(this.href);return false;

http://www.howtobrew.com/section2/chapter13-2.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Spurning hvort það væri ekki gott fyrir þig að nota pilsner malt og kannski smávegis af carapils. Ef þú vilt dekkri og bragðmeiri lager geturðu líka notað munich malt.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

Oli wrote:Ef þú ert ekki búinn að lesa þetta þá myndi ég gera það áður en þú ferð í þetta
http://www.howtobrew.com/section1/chapter1-1.html" onclick="window.open(this.href);return false;

http://www.howtobrew.com/section2/chapter13-2.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Spurning hvort það væri ekki gott fyrir þig að nota pilsner malt og kannski smávegis af carapils. Ef þú vilt dekkri og bragðmeiri lager geturðu líka notað munich malt.
heh já þetta var mjög informative lesning, mikið af spurningum svarað. en ég er enn að spá með vartnið okkar, við erum með mun hreinni vatn en bandaríkjamenn t.d ekkert klór og vesen, en ég ætti samnt ekki að vera nota heitavatnið right? eða hvað gerð þið með vatns malin

líka hafiði lennt í því að vera of mikið að nota irish moss, gelatin og sitja lengi i secondary til að tærast og hreinlega endað á að taka allt ger ur og ekki ná að prima þá ?

og ef einhver herna prufað gelatin til að tæra hvernig þá og hvar kaupiði það ?
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Jæja Meistarar

Post by Hjalti »

Alls ekki nota heita vatnið hérna á Íslandi vegna þess að það inniheldur kísil og alskonar steinefnum sem þú villt alls ekki fá í bjórinn þinn. Kemur fullt af auka bragði og einhverju sem þú hefur engan áhuga á.

Þú verður að nota kaldavatnið vegna þess að það er ofur hreint og gott hérna hjá okkur :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jæja Meistarar

Post by sigurdur »

Þumalputtareglan er sú að ef þú getur drukkið vatnið, þá er það líklegast nógu gott í bjórinn þinn. Ég drekk ekki heita vatnið en ég drekk það kalda.
Kalda vatnið er nógu gott í bjórinn þinn, ekki heita.
Vatnið er hinsvegar mun mýkra heldur en vatnið úti þannig að þú gætir þurft að mæta því með einhverjum aðferðum. Ég veit til þess að Eyvindur bætir alltaf við Gipsum (gips) við meskinguna hjá sér. Hann veit trúlega meir um þetta en ég.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jæja Meistarar

Post by Oli »

Robert wrote: heh já þetta var mjög informative lesning, mikið af spurningum svarað. en ég er enn að spá með vartnið okkar, við erum með mun hreinni vatn en bandaríkjamenn t.d ekkert klór og vesen, en ég ætti samnt ekki að vera nota heitavatnið right? eða hvað gerð þið með vatns malin

líka hafiði lennt í því að vera of mikið að nota irish moss, gelatin og sitja lengi i secondary til að tærast og hreinlega endað á að taka allt ger ur og ekki ná að prima þá ?

og ef einhver herna prufað gelatin til að tæra hvernig þá og hvar kaupiði það ?
Ég nota heita vatnið úr krananum hjá mér þar sem það er ekki hitaveita hér heldur fjarvarmaveita.
Held að það sé frekar erfitt að nota of mikið af fjörugrösum eða irish moss, þarft þá væntanlega að setja nokkrar matskeiðar. Mig minnir að málið sé frekar hversu lengi það maður sýður fjörugrösin, ef maður setur það of snemma í er hætta að fá chill haze, sem er ekkert stórmál svosem.
Það er alltaf hægt að bæta við geri við átöppun ef þú heldur að gerið sé orðið slakt, annars tekur það bara lengri tíma að fá kolsýringuna í flöskuna. Þú getur keypt gelatín út í búð, passaðu bara að það sé ekki með jarðaberjabragði eða e-h svoleiðis. :D já enn og aftur, það er hægt að kaupa Irish moss/fjörugrös á náttúra.is
Gelatín er sett í secondary yfirleitt, setur um eina matskeið í bolla af heitu vatnir og leysir upp, hitar upp að suðu (ekki sjóða) og hrærir, tekur af hita og kælir niður í smástund og setur svo í rólega ofan í seinni gerjunarílát.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jæja Meistarar

Post by Eyvindur »

Ég set reyndar bara gips í meskinguna ef ég er að gera ljósan bjór. Gipsið er hugsað til að lækka pH gildið í virtinum, en kenningin er sú að það auki nýtni - fyrst og fremst geri ég þetta þó vegna þess að ég hef heyrt því fleygt að of basískur virtir geti valdið leiðinlega harkalegri beiskju, því humlar kjósa vatn í súrari kantinum. Þar sem dökkt malt er súrt er óþarfi að nota gips þegar maður gerir dökka bjóra, auk þess sem maður humlar þá vanalega frekar lítið. En jú, þegar ég geri ljósa, humlaríka bjóra hef ég fyrir sið að setja smá slettu af gipsi (nenni ekki einu sinni að mæla það, slumpa á svona sirka matskeið).

Ég held að fjörugrösin séu yfirdrifið nóg til að gera bjórinn tæran. Ég hef notað þau og árangurinn er frábær. Sé í raun engan tilgang með gelatíni, satt að segja, ef maður notar fjörugrös. Ef maður passar botnfallið fær maður fullkomlega tæran bjór.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

heita vatnið herna i keflavik er amk öðruvisi en i rvk, engin hveralykt eða þvíumlíkt, held þetta se upphitað kaldavatnið bara. en eg nota bara kalda just in case.

takk fyrir alla hjálp hingað til! :P
Post Reply