Jæja Meistarar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Jæja Meistarar

Post by Robert »

Sælir, vill byrja á að segja frábær síða og virððist gott "community"!

Ég er algjör nýgræðingur í þessum efnum en þegar ég fæ flugu í hausinn fæ ég sko flugu í hausinn þannig að ég er byrjaður að lesa mer hressilega til um ferlið. En mig langaði aðeins að fræðast meiri um core basics á bjórtegundunum og hvað það er sem ég vill prufa að brugga. Mer hefur fundist Thule og tuborg gold vera það sem ég enda oftast á að kaupa og njóta herlendis og finnst góðir bjórar, ásamnt þeim kaupi ég lika Corona og Budvar...og spyr því hvað flokkast þessir 4 undir á þessu charti herna http://www.hoppy.com/family/family.gif" onclick="window.open(this.href);return false; og hvað myndu þið mæla með að ég helli mer í að brugga ef mer líkar þessir?

Þakka kærlega fyrir alla hjálp fyrirframm!
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Jæja Meistarar

Post by Hjalti »

Allir bjórarnir sem þú nefnir eru "Lager" nema Budvar sem er Pilsner

Það er sennilega erfiðasti stíllin til þess að byrja á því að brugga og brugga vel. Ég myndi frekar reyna við einhverja aðeins dekkri til að byrja með og sjá hvort þú fáir ekki smekk fyrir þá.

Mér fynnst rosalega gott að sitja í grasinu og drekka Viking eða Carlsberg en ef ég á að fá mér einn góðan þá fæ ég mér mikið frekar einn góðan Móra frá Ölvisholti. Ég mun sennilega ekkert hætta að drekka Viking eða Carlsberg en afturámóti þá nenni ég ekki að brugga þetta dót.

Ég brugga mér frekr Móran og fæ mér einn góðan af og til af honum :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jæja Meistarar

Post by sigurdur »

Trúlega allt saman pilsner (ég sé ekki betur í fljótu bragði)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Jæja Meistarar

Post by Andri »

Allt pilsener bjórar (eða tjah er ekki alveg 100% með budvar), Thule er einn af mínum uppáhalds Carlsberg lagerinn & tuborg grøn eru einnig mjög góðir.

:x India plae ale???


Sem heimabruggari þá áttu eftir að finna fyrir smá svona óbeit annara bruggara á lager bjór, svona hálfpartinn eins og þeir séu að segja þér bara að kaupa þetta bara í ríkinu ef þú ætlar að búa til svona dót.
Það er erfiðara að gera góðann lager heldur en öl eins og flestallir eru að gera, það er erfiðara að fela gallana eins og diacetyl sem hefur smjörkeim.
Maður þarf leið til að kæla lagerinn í réttann hita, er með ískáp hérna og thermostat en ég er í smá tilrauna-starfsemi með gerjunarfötu, gler-carboy & kalt rennandi vatn. Ég virðist geta haldið hitanum á lögunnini í 12°C og þarf líklegast að einangra meira til að fá hitann til að haldast í um 9°C en kalda vatnið er í einhverjum 7-8°C
Ef þú ætlar að kaupa þetta Coopers "Lager" dót í Ámunni eða frá Vínkjallaranum þá vill ég bara benda þér á að þetta er ekki lager. Það fylgir öl-ger með þessu og ef þú ert að gerja þetta við 20-25°C með öl geri þá ertu að búa til öl. Þú getur hinsvegar bætt lager geri í þetta (sem fæst þvímiður ekki hérna á klakanum) og gerjað við minni hitastig og búið til lager úr þessu.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

haha óbeit segiru... það er í lagi svo lengi sem gefið eru hjálpleg svör því fylgjandi ;) En já ég býst við að maður geri eins og allir byrjendur að ég fari í ámuna og kaupi byrjenda kittið þar ásamnt þessu cooper eða canadian til þess einfaldlega að fá basic skilning á ferlinu áður en ég fer í panta að utan pælingar eða öðru. Býst eiginlega alveg við því að fá miðlungsvöru í besta falli út úr því líka en það væri gaman að láta koma ser á óvart.
En það er oft nefnt coopers dótið herna en aldrei t.d canadian lager sem áman er lika með. er það lika gerjað við hærra hitastig og þar af leiðandi öl? og hafa menn prufað það.

hvar er best að panta lager ger annars?
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Jæja Meistarar

Post by Andri »

Hef prófað canadian lager kittið, mér fannst það betra en coopers. Er með annað þannig í glerkútnum sem situr í gerjunarfötu núna
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Jæja Meistarar

Post by Hjalti »

Ég gerði Canadian Draught bjórinn og hann heppnaðist svosem ágætlega miðað við hvað maður fær. Ég myndi gera Coopers Real Ale kittið frekar samt...
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jæja Meistarar

Post by Oli »

Robert wrote:Sælir, vill byrja á að segja frábær síða og virððist gott "community"!

Ég er algjör nýgræðingur í þessum efnum en þegar ég fæ flugu í hausinn fæ ég sko flugu í hausinn þannig að ég er byrjaður að lesa mer hressilega til um ferlið. En mig langaði aðeins að fræðast meiri um core basics á bjórtegundunum og hvað það er sem ég vill prufa að brugga. Mer hefur fundist Thule og tuborg gold vera það sem ég enda oftast á að kaupa og njóta herlendis og finnst góðir bjórar, ásamnt þeim kaupi ég lika Corona og Budvar...og spyr því hvað flokkast þessir 4 undir á þessu charti herna http://www.hoppy.com/family/family.gif" onclick="window.open(this.href);return false; og hvað myndu þið mæla með að ég helli mer í að brugga ef mer líkar þessir?

Þakka kærlega fyrir alla hjálp fyrirframm!
.

Þetta eru allt lager bjórar, pilsner er lager líka. Ég myndi mæla með að þú bruggir ljósöl sem er ekki með mikilli humlabeiskju, miðað við hvernig bjóra þú drekkur að jafnaði. Það er svosem ágætt að prófa eina bruggun úr þessum sírópskittum frá ámunni og fá smjörþefinn af bjórgerð, mundu bara að útkoman úr því er alls ekki sambærileg við aðra bjórgerð þar sem gæðahráefni eru notuð. Ef þú færð bakteríuna eftir fyrstu bruggun er ekki aftur snúið.....
já og velkominn á spjallið.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jæja Meistarar

Post by Eyvindur »

Ég hef sjálfur óbeit á léttum lagerum (en bragðmeiri lagerar á borð við Pilsner Urquell og Skjálfta eru himneskir), en skipti mér ekki af því hvað aðrir eru að drekka eða brugga. Hins vegar er það auðvitað hárrétt að því bragðminni sem bjórinn er (en það finnst ekki bragðminni stíll en léttir lagerar), því erfiðara er að fela hvaða galla sem kunna að laumast með. Lager er erfiður, eins og bent hefur verið á, og ég tek undir þá hugmynd að byrja á léttu ljósöli. Það er tiltölulega einfalt og mín reynsla er sú að slíkur bjór höfði mjög vel til fólks sem er vant léttum lagerum.

Ég var annars algjör lagermaður áður en ég fór út í þetta hobbý, og drakk helst Budvar og svo stöku hveitibjór og einstaka belgíska bjóra. Þegar ég fór hins vegar að kynna mér fjölbreytnina í bjórgerðinni gerði ég það sem ég mæli með því að allir geri öðru hverju: Ég fór í ríkið og keypti eina flösku af hverjum einasta spesbjór sem ég fann (ég lét þessa hefðbundnu lagera eiga sig, enda var ég að víkka út sjóndeildarhringinn). Sumt fannst mér gott, annað vont, og nokkrir fundust mér guðdómlegir. Þannig lærði ég að skilja ólíka stíla betur og gera mér grein fyrir því hvað mig langaði að brugga. Ég held að þetta sé eiginlega algjört skilyrði sem fyrsta skref áður en maður fer út í þetta. Maður getur ekki gert sér grein fyrir því hvernig bjór manni þykir bestur ef maður hefur bara smakkað bjóra úr einum stíl (lager í flestum tilfellum). Þetta er einmitt ástæða þess að fólk sér bjór í röngu ljósi - það þekkir ekkert nema þennan eina stíl. Það er svona eins og að setja allt léttvín undir sama hatt, hvort sem það er hvítt, rautt, rósa, styrkt eða eitthvað annað.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

já ég hef nu alveg tekið smökkunina á þetta gegnum tíðina en vanntar samnt enn upp á fjölmargar tegundir, þyrfti endilega að kikja i rikið og fá mer einn af hverjum.

en já ég vill endilega enda í bragðgóðum lager þegar lengra lýður á en við skulum sjá til hvort það breytist þegar ég kemst inn í þetta hehe. En í augnablikinu ætla ég að gera eitthvað ofur basic eins og ámu dótið. en ég er að spá þarsem fatan sem eg ætlaði að skella mer á er ekki til á lager í ámunni (vá hvað þarf fleiri svona verslanir) hvar og hvað eru þið að kaupa áhöldin undir þetta? Svo er oft nefnt að það se betri að skifta ut sikrinum sem er sett í td coopers sírópið til að sleppa við þennan ofur sætuleika sem kemur vist en hvað er sett þá i staðinn og hvað mikið magn ?

þakka alla hjálp !
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Jæja Meistarar

Post by Hjalti »

Það er til allt sem þig vantar í Vínkjallaranum, fötur og allt.

http://www.vinkjallarinn.is" onclick="window.open(this.href);return false;

Karlinn þar er líka aðeins ódýrari en Áman.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jæja Meistarar

Post by Eyvindur »

Ég mæli með því að gera litla meskingu til að fá aukasykurinn. Þú getur gert hana í potti, með stórri berjasíu eða eitthvað. Hugsa að 10-15l pottur dugi, en hann ætti nú að vera lítið mál að nálgast.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

meskingu?

hehe oruglega fullt af info um thetta a spjallbordinu en hef ekki komist i ad lesa mer til um allt enntha.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Jæja Meistarar

Post by arnilong »

Robert wrote:meskingu?

hehe oruglega fullt af info um thetta a spjallbordinu en hef ekki komist i ad lesa mer til um allt enntha.
:roll:
Allt í fína, kíktu bara á þetta. Því fyrr því betra.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Jæja Meistarar

Post by Andri »

http://en.wikipedia.org/wiki/Mashing" onclick="window.open(this.href);return false;
Getur svo leitað að:

mash tun
mash grain
partial mash

á youtube, getur örugglega fundið eitthvað skemtilegt... youtube er fínasta síða til að sjá hvernig þetta er gert :)
http://www.youtube.com/watch?v=Cb6_jdVpPX4" onclick="window.open(this.href);return false;
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

takk takk
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

afhverju notast sumir við glerílátin með stútlöguninni i stað bara í annað plast þegar það er fleytt á milli? og hvað er maður að gera fyrir gerjunina þegar það er gert annars
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Jæja Meistarar

Post by Idle »

Glerkerin hafa það umfram plastið að rispast síður (o. þ. a. l. minni líkur á að óhreinindi festist í rispum), hægt er að fylgjast betur með gerjuninni og jafnvel sjá hvort sýking hafi komist í bruggið. Stundum eru plastföturnar ekki nógu þéttar, og þá kemst súrefni að brugginu.
Glerkerin geta hinsvegar brotnað ef maður er óvarkár, en þau endast mun lengur en plastið (og kosta að sama skapi meira).

Þegar fleytt er á milli íláta er það ýmist gert vegna framhaldsgerjunar (secondary fermentation stage), þroskunar eða til að undirbúa bruggið fyrir átöppun á flöskur (t. d. með viðbættum sykri, sem og fleyta því ofan af gerkökunni sem myndast í botninum).
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

en hvað veltur á þvi að þu þurfir eða þurfir ekki secondary fermentation stage eða er alltaf annað stage? hvernig kemur það upp á móti gerjunarferlinu að vera bara með eitt ílát?

og hvernig síjur eru menn að nota og aðferð við það þegar menn vilja hreinsa bjorinn soldið aður en hann er settur i floskurnar?
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Jæja Meistarar

Post by Andri »

afhverju notast sumir við glerílátin með stútlöguninni i stað bara í annað plast þegar það er fleytt á milli? og hvað er maður að gera fyrir gerjunina þegar það er gert annars
Það er minna "head space" eða pláss fyrir loft í glerkútnum, í fyrsta ílátinu hafa menn ekki miklar áhyggjur af meira plássi fyrir ofan bjórinn þannig að þeir nota pp plast tunnur en þegar þessu er fleytt yfir í seinna ílát þá hefur gerjunin minnkað og hleypir ekki jafn miklu koldvíoxíði út og í fyrstu gerjun.. þannig að það eru kanski meiri líkur á að bjórinn oxast ef bjórnum er fleytt yfir í secondary plast tunnu seint í gerjuninni.
en hvað veltur á þvi að þu þurfir eða þurfir ekki secondary fermentation stage eða er alltaf annað stage? hvernig kemur það upp á móti gerjunarferlinu að vera bara með eitt ílát?
Fólk ræður hvort það fleytir yfir í secondary eða ekki... svosum meiri sýkingarhætta ef þú fleytir yfir í secondary því þá ertu að fitla við opið sár, allt þarf helst að vera dauðhreinsað.. ég hef verið kærulaus og skolað allt bara með 80°C vatni úr krananum og sleppt því að skella hreinsi efnum á þetta og bjórinn varð bara fínn.
Ef gerjunin á að taka langann tíma (meira en einhverja mánuði) þá er fínt að fleyta yfir á secondary áður en gerjuninni lýkur þannig að gerið getur búið til koldvíoxíð lag til að verja sig. Það er ekkert að því að hafa þetta bara í aðal tunnunni allann tímann, kanski bara sniðugra fyrir byrjendur... gerið fer ekkert að drepast strax (þegar gerið fer að drepast kallast það autolysis.. gerið fer að melta sjálft sig með sínum eigin ensímum)
og hvernig síjur eru menn að nota og aðferð við það þegar menn vilja hreinsa bjorinn soldið aður en hann er settur i floskurnar?
Held að það séu nú örfáir sem sía bjórinn sinn (í heiminum þá(heimabruggun), ef þú vilt fallegann og tærann bjór þá læturðu hann bara bíða lengur í tunnunni og flöskunum...eða notar fjörugras í suðunni, svo er til efni sem heitir isinglass sem er unnið úr fiski.. blöðrum eða einhverju dóterýi sem hjálpar þeim að halda jafnvægi á sundi. Þetta isinglass er notað í Guinnes, þannig að hann er kanski ekki hæfur grænmetisætum, fáir sem vita þetta). Isinglass er einhverskonar gelatín efni sem bara flýtir fyrir því að gerið sest á botninn.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Jæja Meistarar

Post by Idle »

Það er í raun ekkert sem segir að framhaldsgerjunin í öðrum ílátum sé nauðsynleg, heldur er það meira spursmál um hversu vel þú vilt gera.

Ýmsir kostir eru við framhaldsgerjun í fleiri ílátum. T. d. hreinsast bruggið svolítið þegar fleytt er í annað ílát. Það verður tærara og betra. Minni hætta er á að gerið sem safnast fyrir á botninum blandist brugginu og hafi áhrif á bragðið (sumir eru einstaklega næmir á gerbragð!). Gerkökuna sem verður eftir í því fyrsta má nýta til að gerja önnur brugg.

Síur? Ég held að slíkt sé ekki á færi flestra "smábruggara", a. m. k. ekki fyrir bjór. Fjörugrös (Irish moss) eða sambærileg "hreinsiefni", sem og framhaldsgerjun í öðrum ílátum eru algengustu aðferðirnar við að gera tæran og góðan bjór í heimahúsum. Svo og náttúrlega "lagering" við lágt hitastig sem er tímafrekari en með rosalegum græjum (síukerfi með kísilgúr og þvíumlíkt), en virkar ekki síður vel. Það eru frekar stærri brugghúsin sem þurfa að koma bjórnum hratt úr húsi sem þurfa á slíkum græjum að halda.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

hvar fæst kornsykur annarstaðar en amunni? og maltglúkósa? og hvað er annars maltglúkósi? bara sykurinn sem maður fær ut ur meskingunni?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Jæja Meistarar

Post by Idle »

Þrúgusykurinn fæst líka í apótekum, en ég efast um að þau séu ódýrari en Áman eða Vínkjallarinn. Áttu við maltþykkni (malt extrakt)? Ef svo, þá er það einmitt það sem kemur úr meskingunni. Cooper's kittin og önnur innihalda forhumlað maltþykkni. Svo er víst hægt að fá hreint maltþykkni í apótekum, en meira veit ég ekki um það.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

dextrose, kornsykur og þrúgusykur er allt sami sykurinn right?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Jæja Meistarar

Post by Idle »

Jú, það er rétt.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply