afhverju notast sumir við glerílátin með stútlöguninni i stað bara í annað plast þegar það er fleytt á milli? og hvað er maður að gera fyrir gerjunina þegar það er gert annars
Það er minna "head space" eða pláss fyrir loft í glerkútnum, í fyrsta ílátinu hafa menn ekki miklar áhyggjur af meira plássi fyrir ofan bjórinn þannig að þeir nota pp plast tunnur en þegar þessu er fleytt yfir í seinna ílát þá hefur gerjunin minnkað og hleypir ekki jafn miklu koldvíoxíði út og í fyrstu gerjun.. þannig að það eru kanski meiri líkur á að bjórinn oxast ef bjórnum er fleytt yfir í secondary plast tunnu seint í gerjuninni.
en hvað veltur á þvi að þu þurfir eða þurfir ekki secondary fermentation stage eða er alltaf annað stage? hvernig kemur það upp á móti gerjunarferlinu að vera bara með eitt ílát?
Fólk ræður hvort það fleytir yfir í secondary eða ekki... svosum meiri sýkingarhætta ef þú fleytir yfir í secondary því þá ertu að fitla við opið sár, allt þarf helst að vera dauðhreinsað.. ég hef verið kærulaus og skolað allt bara með 80°C vatni úr krananum og sleppt því að skella hreinsi efnum á þetta og bjórinn varð bara fínn.
Ef gerjunin á að taka langann tíma (meira en einhverja mánuði) þá er fínt að fleyta yfir á secondary áður en gerjuninni lýkur þannig að gerið getur búið til koldvíoxíð lag til að verja sig. Það er ekkert að því að hafa þetta bara í aðal tunnunni allann tímann, kanski bara sniðugra fyrir byrjendur... gerið fer ekkert að drepast strax (þegar gerið fer að drepast kallast það autolysis.. gerið fer að melta sjálft sig með sínum eigin ensímum)
og hvernig síjur eru menn að nota og aðferð við það þegar menn vilja hreinsa bjorinn soldið aður en hann er settur i floskurnar?
Held að það séu nú örfáir sem sía bjórinn sinn (í heiminum þá(heimabruggun), ef þú vilt fallegann og tærann bjór þá læturðu hann bara bíða lengur í tunnunni og flöskunum...eða notar fjörugras í suðunni, svo er til efni sem heitir isinglass sem er unnið úr fiski.. blöðrum eða einhverju dóterýi sem hjálpar þeim að halda jafnvægi á sundi. Þetta isinglass er notað í Guinnes, þannig að hann er kanski ekki hæfur grænmetisætum, fáir sem vita þetta). Isinglass er einhverskonar gelatín efni sem bara flýtir fyrir því að gerið sest á botninn.