ég eyddi einu kvöldi í síðustu viku og síðan í gær í valsinn.
þetta varð nú aðeins meira verk en ég ætlaði. það er nú reyndar oft þegar maður smíðar úr miklum vanefnum og þarf að aðlaga að því efni sem maður á.
en 50mm tjakkstál sem gæti hafa komið úr skurðgröfu endaði í keflunum. gamli rennibekkurinn minn er soldið dapur þannig að það varð smá slag í þeim.
ég ætlaði síðan að vera með rosalega flókið kerfi á legusætum þar sem legurnar yrðu festar, en það endað með glussaröri sem legusæti og vatnsröri sem heldur legunni á sínum stað. allt soðið saman.
legurnar eru 6202 (algengustu legur í heimi) úr fálkanum, kostuðu 502 kr stykkið.
ramminn er síðan úr 10mm stáli sem ég skar úr plötu, og stillanlegi haldarinn úr 8mm.
svona lítur þetta út eftir allt saman.
ég átti ekki nógu langan bolta fyrir endastoppið. redda því síðar
er síðan að hugsa um að smíða trekkt úr ryðfríu ofaná