Suðupottur óskast

Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Post Reply
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Suðupottur óskast

Post by Bjoggi »

Sæl/ir

Vantar 40l+ suðupott með innbyggðu elementi. frábært ef hitamælir og magnmælir er með.

Ég er byrjandi og vantar svo til allt fyrir heimabruggun.
Ef þið eigið eitthvað til fyrir mig svo ég komist í gang, þá frábært!

kv,
Bjorgvin
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Suðupottur óskast

Post by Plammi »

Líklega enginn að selja þetta notað eins og er.
En Hrafnkell hjá Brew.is á örugglega eitthvað til, best væri fyrir þig að hafa samband við hann.
http://www.brew.is/oc/Brugg_ahold/40_polarware
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Suðupottur óskast

Post by helgibelgi »

Ég hefði boðið þér 60 lítra síldartunnuna mína, en ég var að selja hana. Hefurðu skoðað þær annars? mjög ódýrar (4þús kr ca. stykkið) plast-síldartunnur. Mjög auðvelt að bora fyrir elementum og krana og öllu sem þarf. Þær eru fínar sem bæði til að meskja (með brew in a bag aðferðinni) og sjóða í. Þú gætir sett element frá brew.is í slíka tunnu, svo þegar þú uppfærir í stálpott eða eitthvað álíka fancy geturðu endurnýtt elementið.

Ég keypti mína síldartunnu frá fyrirtæki sem heitir Saltkaup (minnir mig) og er í hafnarfirði.

Ef þú ætlar að nota BIAB (brew in a bag) aðferðina geturðu keypt nylon-efni í rúmfatalagernum t.d. og fengið svo einhvern sem kann á saumavél til þess að gera poka úr því fyrir þig. Nylon pokinn minn er ennþá hraustur og sterkur eftir 3 ára notkun.

Síðan geturðu reynt að finna gamlar þvottavélar, þær eru margar mjög hentugar fyrir brugg!

- Bara örfáir punktar frá mér, vona að þeir hjálpi :)
ornthordarson
Villigerill
Posts: 15
Joined: 22. Aug 2011 16:57

Re: Suðupottur óskast

Post by ornthordarson »

Ég er að selja hér pott (reyndar ekki með elementum) og gasbrennara

http://fagun.is/viewtopic.php?f=18&t=3138" onclick="window.open(this.href);return false;
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Re: Suðupottur óskast

Post by Bjoggi »

Takk fyrir að láta vita!

Er reyndar kominn með einn.
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
Post Reply