Ég hefði boðið þér 60 lítra síldartunnuna mína, en ég var að selja hana. Hefurðu skoðað þær annars? mjög ódýrar (4þús kr ca. stykkið) plast-síldartunnur. Mjög auðvelt að bora fyrir elementum og krana og öllu sem þarf. Þær eru fínar sem bæði til að meskja (með brew in a bag aðferðinni) og sjóða í. Þú gætir sett element frá brew.is í slíka tunnu, svo þegar þú uppfærir í stálpott eða eitthvað álíka fancy geturðu endurnýtt elementið.
Ég keypti mína síldartunnu frá fyrirtæki sem heitir Saltkaup (minnir mig) og er í hafnarfirði.
Ef þú ætlar að nota BIAB (brew in a bag) aðferðina geturðu keypt nylon-efni í rúmfatalagernum t.d. og fengið svo einhvern sem kann á saumavél til þess að gera poka úr því fyrir þig. Nylon pokinn minn er ennþá hraustur og sterkur eftir 3 ára notkun.
Síðan geturðu reynt að finna gamlar þvottavélar, þær eru margar mjög hentugar fyrir brugg!
- Bara örfáir punktar frá mér, vona að þeir hjálpi
