Brugg föstudag 6. sept

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Brugg föstudag 6. sept

Post by helgibelgi »

Sælir gerlar

Ætla að herma eftir Sigurði og hafa google hangout á meðan ég brugga á morgun föstudag 6. september. Ég reikna með að byrja um kl. 19:00. (Föstudagskvöld, ég veit, ég á ekkert líf)

Planið er að gera reyktan porter. Þetta verður einn af jólabjórunum í ár. Ég á eftir að smella saman heildaruppskrift en amk 50% af grain bill verður reykt malt. Það sem er spennandi við þennan bjór er að í eftirgerjun (secondary) mun ég splitta honum í tvennt (eða þrennt) og setja á tvær (eða þrjár) mismunandi eik-tegundir.

Ég er með franska eik sem ætlar að fá að liggja í rauðvíni í ca. mánuð. Sömuleiðis er ég með ameríska eik sem fær að liggja í bourbon viskí í sama tíma. Ef ég splitta í þrennt fer þriðji hlutinn á annað hvort hreina ameríska eða hreina franska eik. Þetta kemur allt í ljós.

Ég mun setja linkinn hérna þegar hangoutið byrjar, langaði bara að auglýsa þetta með smá fyrirvarna. Vona að ég sjái sem flesta! :skal:
Baldvin Ósmann
Villigerill
Posts: 20
Joined: 9. Aug 2013 10:17

Re: Brugg föstudag 6. sept

Post by Baldvin Ósmann »

Brilliant. Vona að ég nái að líta við. Það er gaman að sjá hvernig aðstöðu menn hafa komið sér upp og hvernig handtökin eru hjá öðrum bruggurum. Uppskriftin þín hljómar mjög spennandi. Er að fara að setja í Hafra Porter fljótlega og hlakka til að sjá hvernig þú setur þinn Porter saman. Ég er einmitt mjög hrifinn af reyktum bjórum!
Á flöskum: Hafra Porter, Tri-Centennial IPA, Simcoe Pale Ale SMaSH
Í gerjun: BM's Centennial Blonde
Á döfinni: Cascade / Orange Pale Ale
Lítrateljarinn: 180
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Brugg föstudag 6. sept

Post by helgibelgi »

Ég gleymdi að taka fram að þetta verður fyrsta bruggið í nýrri íbúð sem ég var að flytja í, þannig að ég mun vera að læra á nýtt eldhús í leiðinni.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Brugg föstudag 6. sept

Post by helgibelgi »

Bruggið mun að öllum líkindum frestast til rétt yfir 20:00 (ca korter yfir átta).
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Brugg föstudag 6. sept

Post by sigurdur »

Stefni á að mæta (verð að vinna á meðan líklega)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Brugg föstudag 6. sept

Post by helgibelgi »

linkurinn er hér:

https://plus.google.com/hangouts/_/5bf2 ... 0d95?hl=en" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

update kl. 20:42 - er að fara að byrja að hita meskivatn

update kl. 20:53 - meskivatn byrjað að hitna, aðalbruggari uppgötvar að hann vantar hafra sem eiga að fara í uppskriftina.

update kl. 21:24 - hafrar komnir í hús, fer að nálgast í meskihita

update kl. 22:23 - mesking hafin og Arnar og Gunnar komnir til að aðstoða (og hæðast að) aðalbruggara.

update kl. 09:36 daginn eftir - eftir langa bið eftir suðu ákvað ég að splitta suðunni í tvo potta. Þrátt fyrir það náði stóri potturinn samt aldrei almennilegri suðu. Virturinn var tilbúinn og kældur rétt fyrir kl 3:00 um nóttina fyrir gerið. Þetta bruggsession var með þeim lengri (ef ekki lengsta) sem ég hef lent í. Þá veit ég að hellurnar í nýju íbúðinni eru ekki hannaðar fyrir svona stóra potta og mikið magn.

uppskriftin er:

2 kg reykt malt
3 kg pale ale
0,5 kg caramunich II
0,25 kg ristað bygg
0,25 kg carafa special I
0,25 kg hafrar

ger: wyeast 1968 london ale
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Brugg föstudag 6. sept

Post by hrafnkell »

Þá er það bara að splæsa í element eða hellu :)
Post Reply