Ætla að herma eftir Sigurði og hafa google hangout á meðan ég brugga á morgun föstudag 6. september. Ég reikna með að byrja um kl. 19:00. (Föstudagskvöld, ég veit, ég á ekkert líf)
Planið er að gera reyktan porter. Þetta verður einn af jólabjórunum í ár. Ég á eftir að smella saman heildaruppskrift en amk 50% af grain bill verður reykt malt. Það sem er spennandi við þennan bjór er að í eftirgerjun (secondary) mun ég splitta honum í tvennt (eða þrennt) og setja á tvær (eða þrjár) mismunandi eik-tegundir.
Ég er með franska eik sem ætlar að fá að liggja í rauðvíni í ca. mánuð. Sömuleiðis er ég með ameríska eik sem fær að liggja í bourbon viskí í sama tíma. Ef ég splitta í þrennt fer þriðji hlutinn á annað hvort hreina ameríska eða hreina franska eik. Þetta kemur allt í ljós.
Ég mun setja linkinn hérna þegar hangoutið byrjar, langaði bara að auglýsa þetta með smá fyrirvarna. Vona að ég sjái sem flesta!