Upprunalegu uppskriftina fékk ég af vef Celtnet (sjá hér), en svo færði ég hana inn í BeerSmith og gerði örlitlar breytingar. T. d. eru humlapokarnir mínir 28,3 gr. en þeir gera ráð fyrir 30 gr. Eins reikna ég með að sleppa sítrónunni, og hafa Fuggles humlana allan tímann, en Cascade skemur til að gefa örlitla skerpu í lokin. Á einn poka af Centennial, spurning hvort að ég ætti frekar að nota þá í lokin, eða hafa bara Cascade í 20 mín. í stað 10?
Hvernig líst ykkur, mér fróðari gerlum, á þessa uppskrift? Allar tillögur vel þegnar; ég er bara óharðnaður gerill, og þetta verður mín fyrsta tilraun.
1,50 kg. Munton's Light Malt Extract
28,30 gr. Fuggles [4,50%] (60 min)
28,30 gr. Cascade [5,50%] (10 min)
2,00 kg. Hunang
10,00 l. Vatn
5,00 gr. Côte des Blancs (Red Star)
Estimated Original Gravity: 1,108 SG
Estimated Final Gravity: 1,025
Estimated Alcohol by Vol: 10,89%
Bitterness: 25,7 IBU
Calories: 90 cal/l
Est Color: 8,1 SRM