Mjölur (Braggot)

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Þar sem Braggot stíllinn er blanda af öli og miði, var ég ekki viss hvort ég ætti að setja þetta inn undir bjór- eða mjaðargerð. Þið afsakið vonandi. :)

Upprunalegu uppskriftina fékk ég af vef Celtnet (sjá hér), en svo færði ég hana inn í BeerSmith og gerði örlitlar breytingar. T. d. eru humlapokarnir mínir 28,3 gr. en þeir gera ráð fyrir 30 gr. Eins reikna ég með að sleppa sítrónunni, og hafa Fuggles humlana allan tímann, en Cascade skemur til að gefa örlitla skerpu í lokin. Á einn poka af Centennial, spurning hvort að ég ætti frekar að nota þá í lokin, eða hafa bara Cascade í 20 mín. í stað 10?

Hvernig líst ykkur, mér fróðari gerlum, á þessa uppskrift? Allar tillögur vel þegnar; ég er bara óharðnaður gerill, og þetta verður mín fyrsta tilraun. ;)

1,50 kg. Munton's Light Malt Extract
28,30 gr. Fuggles [4,50%] (60 min)
28,30 gr. Cascade [5,50%] (10 min)
2,00 kg. Hunang
10,00 l. Vatn
5,00 gr. Côte des Blancs (Red Star)

Estimated Original Gravity: 1,108 SG
Estimated Final Gravity: 1,025
Estimated Alcohol by Vol: 10,89%
Bitterness: 25,7 IBU
Calories: 90 cal/l
Est Color: 8,1 SRM
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Andri »

Slefandi snilld, mér líst vel á þetta. Þetta þarf örugglega ágætann tíma í að þroskast og humlaáhrif dvína víst því lengur sem hann þroskast þannig að það er kanski hægt að bæta upp fyrir það með auka humlum, þú getur samt ekki treyst á mig. Ég er bara óreyndur polli í þessu og veit ekki hvernig eða hversu mikið áhrifin dvína ennþá þar sem ég hef ekki framkvæmt neinar rannsóknir á því sviði.
Pantaðirðu gerið að utan?
Ég held að hlutverk sítrónunar er að hjálpa gerlunum í þessu sykurmagni, er samt ekki 100% á því
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Satt segirðu varðandi humlana - var búinn að steingleyma þessu! Einhver sagði mér að Centennial og Cascade væru áþekkir, en þyrfti þó ekki eins mikið af Centennial. Kannski ég hafi Cascade humlana þá í hálftíma?

Já, ég pantaði þetta allt að utan (nema hunangið sem ég á eftir að kaupa). Rakst á þessa fínu verslun á eBay sem heitir Brühaus. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Úrvals hunang komið í hús, nú vantar bara aðal græjurnar (Áman synjaði kortinu mínu af einhverri afar dularfullri ástæðu í dag... Bankinn fær á baukinn fyrir það!).

Í þessi tvö kíló af hunangi, og 1,5 af maltsírópi, duga 5 gr. af geri? Ég var að velta fyrir mér hvort að skynsamlegra væri að nota tvo pakka af geri, eða einn ásamt gernæringu?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Eyvindur »

Ég myndi klárlega nota tvo pakka af geri. Þetta er svo rosalegt OG... Það er reyndar erfitt fyrir mig að reikna þetta út, þar sem það fylgir ekki sögunni hjá þér hvað þetta á að vera mikið. Þarna stendur 10l af vatni, en ég veit ekki hver uppgufunin er, og reyndar ekki heldur hversu margir lítrar koma af hunangi og maltextrakti...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Eyvindur wrote:Ég myndi klárlega nota tvo pakka af geri. Þetta er svo rosalegt OG... Það er reyndar erfitt fyrir mig að reikna þetta út, þar sem það fylgir ekki sögunni hjá þér hvað þetta á að vera mikið. Þarna stendur 10l af vatni, en ég veit ekki hver uppgufunin er, og reyndar ekki heldur hversu margir lítrar koma af hunangi og maltextrakti...
Ég var eitthvað að fikta í BeerSmith og athuga hvort það hefði einhver áhrif á tölurnar ef ég bætti vatninu inn - sem og það gerði ekki. Annars var það hugmyndin að fá 15 lítra út úr þessu. Svona lítur þetta út núna (kannski segir þetta þér eitthvað meira?):

Code: Select all

Batch Size: 15,00 L
Boil Size: 10,93 L
Boil Time: 60 min


Amount		Item Type								% or IBU
1,50 kg.	Munton's Light Malt Extract (8,0 SRM)	Extract 42,86 %
28,30 gr.	Fuggles [4,50 %] (60 min)				Hops 19,7 IBU
28,30 gr.	Cascade [5,50 %] (30 min)				Hops 18,5 IBU
2,00 kg.	Orange Blossom Honey (1,0 SRM)			Sugar 57,14 %
10 gr.		Côte des Blancs (Red Star)				Yeast-Wine


Estimated Original Gravity: 1,072 SG
Estimated Final Gravity: 1,017 SG
Estimated Alcohol by Vol: 7,16 %
Bitterness: 38,3 IBU
Calories: 90 cal/l
Est Color: 6,1 SRM
Ég hugsa að ég byrji á þessu á morgun, á bara eftir að útvega mér hitamæli sem lifir suðuna af (40°C mælirinn sem fylgdi settinu frá Ámunni dugir varla). :)

Breytt: Ég held að uppgufunin sé 9%?

Keypti berjasíu í Ámunni, hélt að þetta væru margir minni pokar, hentugir undir humlana... Skjátlaðist hrapallega!
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Eyvindur »

Samkvæmt Mr. Malty þarf 11g af geri fyrir 15 lítra með OG 1.072. Þannig að tveir pakkar ættu að vera fínt magn.

Það er mesti óþarfi að mínu mati að setja humlana í poka. Ég hef alltaf bara látið þá vaða með í gerjunina og það hefur alltaf komið stórvel út.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Byrjendamistök - ég var búinn að gleyma Mr. Malty. Takk! :)

Rétt svona til að hafa það á hreinu (stóra stundin nálgast), myndi ég ekki bara setja þessa 15 lítra af vatni í pottinn, og að suðu lokinni, bæta við köldu vatni út í virtinn til að ná þessum 15 lítrum aftur eftir uppgufunina? Eða e. t. v. byrja með 12 lítra, til að geta kælt virtinn örlítið meira niður?

Ég er búinn að lesa um og horfa á svo mörg myndbönd um þetta síðustu daga, en öllum greinir þeim á um einhver svona "smáatriði"; nóg til að gera hvern nýgeril gerilsneyddan!
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Eyvindur »

Það er alltaf best að geta sloppið við að bæta við vatni ef þess er einhver kostur, en ef ekki gerirðu þetta bara svona. Það kemur eitthvað niður á litnum og humlanýtingunni en gerir fátt annað held ég.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Nú er ég byrjaður að sjóða vatn til að athuga hve mikil uppgufunin er. Virðist þessi 2100W hella eiga fullt í fangi með að halda dampinum nema ég setji lokið á. :(
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Eyvindur »

Aldrei sjóða virti með lokið á. Þá nærðu ekki að losna við DMS og annað sem þarf að fá að gufa upp.

Annars hefur mér tekist að sjóða 18 lítra á 1500W hellu, þannig að þú hlýtur að geta soðið 15 á 2100W hellu. Ég trúi bara ekki öðru.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Einmitt, ég var búinn að fræðast um þetta með lokið (tannín og önnur "gleði"). Þetta gengur bærilega, bara óendanlega lengi að komast af stað. Er mér samt ekki óhætt að hafa lokið á þar til ég næ upp suðu og bæti malti og hunangi út í?

Nú er ég hreinlega farinn að iða í skinninu af tilhlökkun. :D

Breytt: Uppgufunin úr pottinum er um 1,5 lítrar við fulla suðu á klukkustund. Miðað við 10 lítra, er mér þá ekki óhætt að reikna með 12 lítrum af vatni?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Notaði tólf lítra af vatni. Lagði maltsýrópið og hunangið í heitt vatnsbað, beið eftir suðu, slökkti á hellunni, og hrærði maltið saman við. Kveikti undir aftur í svolitla stund, slökkti aftur, og hrærði hunangið út í. Nú er ég að bíða eftir suðunni svo ég geti hent humlunum út í. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Eyvindur »

Flott.

Næst myndi ég samt setja hunangið út í eftir kælingu. Þannig færðu margfalt meira bragð. Þú færð væntanlega sáralítið ef nokkuð hunangsbragð ef þú sýður hunangið í klukkutíma...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Ahm, ég var búinn að reka augun í þvíumlíkar upplýsingar áður, en ákvað að taka áhættuna engu að síður.

Nú bíð ég bara eftir að þetta kólni nægilega til að henda því í kútinn, mæla, og gerið á eftir. Ilmurinn er unaðslegur! Ég hef "góða tilfinningu" fyrir þessari frumraun minni, þrátt fyrir skorinn fingur! ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Úr urðu 12 lítrar, komið í kkút. Útreikningar BeerSmith á uppskriftinni, 12 lítrar, átti OG að vera 1.090. Ég fékk 1.095. Er þsð ekki nokkurn veginn innan "skekkjumarka"?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Eyvindur »

Jújú, algjörlega. Hljómar bara eins og þetta sé mjög vel heppnað.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Gerlarnir voru komnir á fætur fyrir allar aldir og hoppa og hamast eins og þeim væri borgað fyrir það. Búbblar á sekúndufresti. Ég búbbla næstum því líka af hamingju. :D

Breytt: Þeim líður vel í 20°C hita inni í svefnherberginu okkar - og frúin hefur enn ekki mótmælt. :shock:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Andri »

Hljómar vel, en smá svona pæling.. stóru brugghúsin sjóða wortið í lokuðum tönkum ekki satt? Skv wikipedia er suðupunktur dms 37°C þannig að það ætti að vera nóg að hafa lokið af í byrjun suðu og skella því svo aftur á eftir..

http://www.howtobrew.com/section4/chapter21-2.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Andri wrote:Hljómar vel, en smá svona pæling.. stóru brugghúsin sjóða wortið í lokuðum tönkum ekki satt? Skv wikipedia er suðupunktur dms 37°C þannig að það ætti að vera nóg að hafa lokið af í byrjun suðu og skella því svo aftur á eftir..

http://www.howtobrew.com/section4/chapter21-2.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Áhugavert! Ég hafði lokið alveg á þegar ég var að ná suðunni upp á vatninu í byrjun (fór í sturtu, borðaði, o. fl. á meðan ég beið eftir því...), og til hálfs þegar ég var að ná suðunni upp á öðrum tímapunktum. Ég passaði mig hinsvegar ekki nógu vel á að láta uppgufunina í pottlokinu drjúpa aftur ofan í pottinn. :|
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Eyvindur »

Tankarnir eru auðvitað ekki alveg lokaðir. Það er strompur og lögunin er þannig að öll gufan ætti að sleppa út.

Ég held að í þessum efnum sé aldrei of varlega farið, en eflaust sleppur þetta samt. Ég passa að hafa lokið aldrei á nema þegar ég er að ná upp suðu. Eftir að hún er komin upp hef ég lokið alveg af. Það er held ég eitthvað fleira en bara DMS sem þarf að sleppa. Annars þekki ég eðlisfræðina í þessu ekki neitt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Andri »

Vonandi svarar maðurinn sem er að læra þetta þessum pælingum okkar :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Idle »

Andri wrote:Vonandi svarar maðurinn sem er að læra þetta þessum pælingum okkar :)
Ha? :?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Eyvindur »

Það hefur nú verið eitthvað stopult með heimsóknir félaga Sturlaugs hingað inn, en við vonum það besta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Mjölur (Braggot)

Post by Oli »

Eyvindur wrote:Aldrei sjóða virti með lokið á. Þá nærðu ekki að losna við DMS og annað sem þarf að fá að gufa upp.

Annars hefur mér tekist að sjóða 18 lítra á 1500W hellu, þannig að þú hlýtur að geta soðið 15 á 2100W hellu. Ég trúi bara ekki öðru.

Nema þegar menn ætla að búa til lager, þá er víst æskilegt að hafa gott magn af DMS :)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply