Geymsla á geri

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
aggi
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. May 2012 01:35
Location: Árbær city

Geymsla á geri

Post by aggi »

góðann dagin

Ef þið geymið gerið í ískáp eða frysti er það venjulega tekið úr pokanum áður eða skiftir það engu máli er nefnilega að fara gera 4 uppskriftir og ætla að versla allt í einu :-)
Í gerjun Litli rauður R.I.P.A. :-)

Á flöskum
Hafra porter
Bee Cave ljósöl (APA)
Tri-centennial IPA

Handan við hornið Bee cave með smá twist og eitthver i.p.a.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Geymsla á geri

Post by hrafnkell »

Úr pokanum? Hvaða poka? Þú vilt geyma ger í umbúðunum sem það kemur í, alveg fram að notkun. Opnir gerpakkar geymast mjög illa og ekki æskilegt að geyma þá neitt eftir opnun.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Geymsla á geri

Post by helgibelgi »

Geymdu gerið bara í frystinum/ísskápnum (óopnað í pokum að sjálfsögðu) þangað til þú ætlar að nota það.

Ef þeir eru orðnir mjög gamlir eða þú treystir þeim ekki alveg þá gæti verið góð hugmynd að búa til starter til að rækta upp rétt magn.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Geymsla á geri

Post by hrafnkell »

Það má ekki geyma ger í frysti..
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Geymsla á geri

Post by Idle »

hrafnkell wrote:Það má ekki geyma ger í frysti..
Þetta hef ég hvorki heyrt né lesið áður. Hef alltaf lifað í þeirri trú að mest áríðandi væri að halda gerinu í loftþéttum og innsigluðum umbúðum.

En svar þitt vakti forvitni mína, Hrafnkell, og því fór ég á stúfana og fann eftirfarandi:
http://www.danstaryeast.com/articles/freezing-dry-yeast
The results indicated that freezing the yeast does not harm the yeast but is even better than storing the yeast at room temperature. BUT for all storage temperatures it is very important that the yeast is still vacuum sealed. Air/oxygen is doing more damage to the yeast than any difference in storage temperature.
Uppfært: Bæti svo þessu innskoti við:
The recommended storage temperature for dry yeast is usually below 50°F (10°C) and it is possible to store dry yeast in a freezer because the cell walls have hardened and will not rupture when exposed to the extreme cold. It is important to allow cool yeast packets to come to room temperature before using.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Geymsla á geri

Post by æpíei »

Ég fékk Wyeast Forbidden Fruit frá nafna hér að ofan sem hann hafði geymt í kæli. Það var eitthvað vesen á mínum kæliskáp þannig að þegar ég ætlaði að nota það var það hálf frosið. Ekki gaddfreðið, en nokkrir klakamolar í pokanum. Smá leit á vefnum sýndi að fólk hafði misjafna reynslu af slíku. Mælt var með að afþýða það í kæliskáp og gera svo starter og gerði ég það. Það reyndist í lagi í mínu tilfelli, mögulega vegna þess að enn var nóg af ófrystum gerlum. Ég myndi alls ekki geyma svona ger (Wyeast og Whitelab) í frysti og ég nú passa ég betur upp á að kæliskápurinn sé í lagi.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Geymsla á geri

Post by hrafnkell »

Ef frumurnar eru fullar af vatni (eins og í blautgeri) þá rofna frumuveggirnir við frost og frumurnar deyja. Það sleppur hugsanlega að frysta þurrger, en framleiðendur (danstar og fermentis) mæla ekki með því.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Geymsla á geri

Post by Idle »

hrafnkell wrote:Ef frumurnar eru fullar af vatni (eins og í blautgeri) þá rofna frumuveggirnir við frost og frumurnar deyja. Það sleppur hugsanlega að frysta þurrger, en framleiðendur (danstar og fermentis) mæla ekki með því.
Nei, líklega gilda ekki sömu lögmál um þurr- og blautger. Skarplega athugað. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply