Ég er nýbúinn að setja fyrstu laganirnar á kúta. Ég er með Bee Cave og svo heimasmíðaða uppskrift að hressilegum IPA. OG á bjórunum var um 1.052 (Bee Cave) og 1.082 (IPA) og FG var rétt um 1.012. Þeir fengu um 12 daga í gerjun, þá færði ég þá yfir á aðra fötu og lét þá standa/botnfalla í um 13-14 daga. Að því loknu setti ég þá á Corny og í ísskápinn. Báðir voru vel tærir þegar ég færði þá á Corny kútinn. Eftir að hafa staðið í 3 daga og móttekið kolsýru fékk ég mér prufu af báðum og út komu talsvert skýjaðir bjórar. Þeir smakkast báðir vel, svo ég er massasáttur, en hefði viljað sjá þá tærari.
Hvað veldur því að þeir verða svona skýjaðir? Skýst gerjun aðeins af stað þegar þeir fá súrefnisskvettu við flutning í kútinn eða hvað veldur?
Því hraðar sem þú kælir, því betra.
Þú færð fallegt cold break, þegar haugur af uppleystu gumsi fer að þéttast og sökkva.
Svo verður humlabragðið/ilmurinn ferskara af flameout viðbótinni.
Ef maður cold-crashar ekki bjórinn, þá er nokkuð víst að maður fái chill haze þegar hann kólnar.
Hann hefur alltaf jafnað sig fljótlega á því hjá mér.
Ég notaði Whirlfloc, en svo stóð þetta bara og kólnaði hægt og rólega. Ég er að skoða "uppskrift" að Counterflow Chiller hérna: http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=2423" onclick="window.open(this.href);return false;