Tær á kút, skýjaður út

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Tær á kút, skýjaður út

Post by offi »

Hæ fólk

Ég er nýbúinn að setja fyrstu laganirnar á kúta. Ég er með Bee Cave og svo heimasmíðaða uppskrift að hressilegum IPA. OG á bjórunum var um 1.052 (Bee Cave) og 1.082 (IPA) og FG var rétt um 1.012. Þeir fengu um 12 daga í gerjun, þá færði ég þá yfir á aðra fötu og lét þá standa/botnfalla í um 13-14 daga. Að því loknu setti ég þá á Corny og í ísskápinn. Báðir voru vel tærir þegar ég færði þá á Corny kútinn. Eftir að hafa staðið í 3 daga og móttekið kolsýru fékk ég mér prufu af báðum og út komu talsvert skýjaðir bjórar. Þeir smakkast báðir vel, svo ég er massasáttur, en hefði viljað sjá þá tærari.

Hvað veldur því að þeir verða svona skýjaðir? Skýst gerjun aðeins af stað þegar þeir fá súrefnisskvettu við flutning í kútinn eða hvað veldur?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tær á kút, skýjaður út

Post by hrafnkell »

chill haze kannski?
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Re: Tær á kút, skýjaður út

Post by offi »

Já, það er alveg hugsanlegt. Þá ætti það að minnka með tímanum, ekki satt?

Ég hef látið virtinn standa og kólna yfir nótt. Kemur hraðari kæling í veg fyrir chill haze... eða dregur a.m.k. úr þessu fyrirbæri?
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Tær á kút, skýjaður út

Post by Proppe »

Því hraðar sem þú kælir, því betra.
Þú færð fallegt cold break, þegar haugur af uppleystu gumsi fer að þéttast og sökkva.
Svo verður humlabragðið/ilmurinn ferskara af flameout viðbótinni.

Ef maður cold-crashar ekki bjórinn, þá er nokkuð víst að maður fái chill haze þegar hann kólnar.
Hann hefur alltaf jafnað sig fljótlega á því hjá mér.

Notaðir þú fjörugrös eða whirlfloc?
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Re: Tær á kút, skýjaður út

Post by offi »

Ég notaði Whirlfloc, en svo stóð þetta bara og kólnaði hægt og rólega. Ég er að skoða "uppskrift" að Counterflow Chiller hérna: http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=2423" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tær á kút, skýjaður út

Post by hrafnkell »

Enn einfaldara að gera eitthvað svona bara :)
http://www.mrmalty.com/chiller.php" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég hugsa að ég færi þessa leið ef ég væri að þessu núna, en fyrst ég á counterflow chillerinn þá nenni ég ekkert að breyta til með það.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Tær á kút, skýjaður út

Post by gm- »

Sennilega chill haze bara, getur prófað að setja smá matarlím (gelatin) útí kútinn, ætti að taka dáldið af hazinu í burtu.
Post Reply