BeerSmith byrjandi

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

BeerSmith byrjandi

Post by æpíei »

Afsakið að ég setji inn hérna nokkrar basic spurningar, en ég var að hlaða niður BeerSmith og er að reyna að átta mig á nokkrum hlutum þar. Þetta er ekki beint einfaldasta forrit að vinna með, en það er kannski ekki mikilvægast heldur niðurstaðan í brugguninni. En ég var samt að vona að það myndi hjálpa mér við umbreytingar á einingum og slíku, til dæmis:

Þar sem ég hugsa allt í lítum og grömmum en er að vinna með uppskrift sem gefin er upp í gallon og oz, er einhver leið fyrir mig að slá inn þessar imperial einingar og fá þær út í l/g? Mér sýnist að þegar ég er búinn að stilla forrit á annað hvort þá sé gert ráð fyrir innslætti í þeim einingum. Kannski hægt að breyta default í imperial, slá inn, og svo breyta aftur í metric.

Ef ég finn uppskrift á netinu fyrir segjum 40 lítra suðu, en ég sýð 27 lítra, er einhver leið fyrir mig að láta BeerSmith skala niður uppskriftina, annað hvort þegar ég slæ inn eða eftirá?

Ef uppskrift sem ég er að vinna eftir tilgreinir t.d. Hallertauer Mittelfrueh [4.00%] humla en þeir eru gefnir upp sem 4,7% hjá brew.is, á ég þá að margfalda allar stæðir með 4,0/4,7 svo ég minnka magn til að vega upp á móti hærra AA? Mér sýnist BeerSmith ekki breyta neinu ef ég breyti AA á humli í uppskriftinni. (BeerSmith er reyndar með sjálfgefið 4% á þessa humla svo kannski notaði bruggarinn bara þá tölu þó svo hann hafi verið með eitthvað annað AA í sjálfum humlunum sem hann notaði)

Takk, Siggi
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: BeerSmith byrjandi

Post by kari »

Vinstra megin í glugganum finnurðu "Unit Tools" sem breytir á milli eininga. En það er rétt þú verður að hamra inn stærðir í þeim einingum sem BS er stilltur á að nota.

Ef þú opnar uppskirftina þína og ferð í "Home" flipann þá er "Scale Recipe" takki efst til vinstri.

Ég hef nú bara nóterað hjá mér IBU fyrir og eftir breytingu á AA. Bæti svo við meiri humlum þangað til IBU er orðið eins og fyrir breytingu.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: BeerSmith byrjandi

Post by rdavidsson »

æpíei wrote:Afsakið að ég setji inn hérna nokkrar basic spurningar, en ég var að hlaða niður BeerSmith og er að reyna að átta mig á nokkrum hlutum þar. Þetta er ekki beint einfaldasta forrit að vinna með, en það er kannski ekki mikilvægast heldur niðurstaðan í brugguninni. En ég var samt að vona að það myndi hjálpa mér við umbreytingar á einingum og slíku, til dæmis:

Þar sem ég hugsa allt í lítum og grömmum en er að vinna með uppskrift sem gefin er upp í gallon og oz, er einhver leið fyrir mig að slá inn þessar imperial einingar og fá þær út í l/g? Mér sýnist að þegar ég er búinn að stilla forrit á annað hvort þá sé gert ráð fyrir innslætti í þeim einingum. Kannski hægt að breyta default í imperial, slá inn, og svo breyta aftur í metric.

Ef ég finn uppskrift á netinu fyrir segjum 40 lítra suðu, en ég sýð 27 lítra, er einhver leið fyrir mig að láta BeerSmith skala niður uppskriftina, annað hvort þegar ég slæ inn eða eftirá?

Ef uppskrift sem ég er að vinna eftir tilgreinir t.d. Hallertauer Mittelfrueh [4.00%] humla en þeir eru gefnir upp sem 4,7% hjá brew.is, á ég þá að margfalda allar stæðir með 4,0/4,7 svo ég minnka magn til að vega upp á móti hærra AA? Mér sýnist BeerSmith ekki breyta neinu ef ég breyti AA á humli í uppskriftinni. (BeerSmith er reyndar með sjálfgefið 4% á þessa humla svo kannski notaði bruggarinn bara þá tölu þó svo hann hafi verið með eitthvað annað AA í sjálfum humlunum sem hann notaði)

Takk, Siggi
Mér fannst BS voðalega flókið fyrst en í raun er það mjög auðvelt í notkun. Ég horfði á myndböndin á síðunni hjá þeim, þar er farið í gegnum allt basic sem þú þarft að vita:
http://beersmith.com/video/" onclick="window.open(this.href);return false;

Horfðu á öll þessi myndbönd, þá ertu búinn að læra á forritið að mestu.

Raggi
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BeerSmith byrjandi

Post by hrafnkell »

Þú getur líka verið með stillt á grömm í beersmith (metric units), en slegið t.d. 1oz í grammagluggann og þá convertar beersmith fyrir þig.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: BeerSmith byrjandi

Post by bergrisi »

Tek undir það að horfa á videoin. Lenti í þessu sama og fannst þetta flókið. Lærði helling af mjög hjálplegum hlutum með að horfa á videoin.

Þú getur líka breytt upplýsingum um td. ákveðna humla til að hafa þá til samræmis við það sem okkur býðst hérna heima.

Í dag finnst mér Beersmith einn skemmtilegasti tölvuleikur sem ég kemst í.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: BeerSmith byrjandi

Post by æpíei »

Takk fyrir svörin. Held ég sé að ná betri tökum á þessu.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: BeerSmith byrjandi

Post by æpíei »

Mig langar að benda þeim sem eiga iPhone og Android síma að það er hægt að hlaða niður BeerSmith í símann. Þetta er þó aðeins til að skoða uppskrfitir enn sem komið er. Ég geng frá uppskriftinni á BeerSmith í tölvunni og færa hana svo yfir í "cloud"-ið. Svo get ég skoðað það í símanum hvar sem er. Brillíant.

Ennig er líka þægilegt að nota tæmerinn við bruggun. Þá setur maður hann af stað við meskingu eða suðu og síminn minnir þig svo á þegar þú átt að bæta úti humlum og þvílíka. Mjög þægilegt.

Þetta kostar eitthvað smáræði en er algjörlega þess virði
http://beersmith.com/blog/2012/10/19/be ... ndle-fire/" onclick="window.open(this.href);return false;
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BeerSmith byrjandi

Post by hrafnkell »

BrewAide er til fyrir android og getur lesið beersmith uppskriftir líka. Það er nokkuð gott. Ég læt beersmith geyma allar uppskriftir í dropboxinu mínu, og brewaide getur sótt uppskriftirnar þar. Sama system og beersmith forritið sjálft, en ókeypis.

Aldrei verra að hafa fleiri en einn valmöguleika. Sérstaklega fyrir fólk með valkvíða ;)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: BeerSmith byrjandi

Post by bergrisi »

Vissi ekki af BrewAide. Var að ná í það. Sniðugt. Nota orðið alltaf timerinn í Beersmith. Mjög góð viðbót.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: BeerSmith byrjandi

Post by bergrisi »

Náði í appið frá Beersmith. Það er mun þægilegra en Brewaide að mínum dómi. Notaði timerinn í því þegar ég bruggaði í dag.
Vonandi kemur seinna að maður geti búið til uppskrift í þessu. Kostaði 3.99 dollara og vel þess virði.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: BeerSmith byrjandi

Post by gm- »

Þú getur tvíklikkað á humlana og breytt AA innihaldi í það sem þú ert með. Lendi oftast í að þurfa að gera það þegar ég set saman uppskriftir, aðallega með Cascade.
Post Reply