Ef það er löglegt að brugga í því landi sem maður á heima í þá er það væntanlega í lagi að fara með áfengið þangað sem maður vill. Fullt af fólki flytur inn áfengi þótt það sé ekki frá einhverjum framleiðanda, sbr. ef ég ætti vínekru og geri allt sjálfur þá má ég væntanlega koma með það heim ef ég vil.
Hvernig veit tollurinn að Carlsberginn sem ég kaupi í DK sé akkúrat 4.5%? Það stendur á miðanum. Þeir sem brugga í ákveðnu landi gætu gert tvennt, annaðhvort rifið miðann af og sett sinn eigin með áberandi merkingu um innihald og styrleika, svo tollurinn sjái það, eða láta tollinn vita að áfengið sé heimagert. Mögulega er hægt að leita í rauða hliðið og spyrja. Þú borgar bara ef þú ferð yfir leyfileg mörk.
Svo er að sjálfsögðu hægt að efnagreina bjórinn. Þá er hægt að sjá alkóhólmagn. Það myndi væntanlega kosta sitt, en ef maður lýgur ekki og fær það staðfest þá ætti maður ekki að borga. Sem dæmi mætti nefna DNA rannsókn. Ef faðir barns neitar að hann sé hinn raunverulegi faðir fer fram DNA rannsókn sem hann svo borgar ef hann er faðirinn.
Heimabrugg, hjá þeim sem gera yfir 2,25%, er ólöglegt, sama hvernig litið er á lögin. Það stendur skýrt og greinilega í lögum. Þess vegna dettur mér ekki í hug að gera slíkt.
http://www.althingi.is/lagas/122a/1969082.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;