Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by Maggi »

Sælir,

ég á heima í Danmörku og fer til Íslands um jólin. Nú langar mig að taka með bjóra sem ég hef sjálfur bruggað.

Veit einhver hér hvernig tollareglur eru varðandi heimabrugg sem er flutt inn frá öðrum löndum?
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by Proppe »

Ég held að það væri öruggast aðsenda fyrirspurn.
Ég er ekkert of viss um að tollurinn myndi taka vel í það ef það væri einhver óþekktur vökvi í flöskum í farangrinum þínum. Þannig að það er sennilega ráðlegt að senda þeim fyrirspurn, og vera búinn að láta vita á undan sér, svona til að eiga það ekki á hættu að ríkisgrýlan hirði herlegheitin.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by Maggi »

Búinn að senda inn fyrirspurn. Svo er bara að bíða eftir svari.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by hrafnkell »

Iss

Bara láta reyna á þetta, jafnvel í flöskum sem er ekki búið að taka límmiðann af.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by bergrisi »

Pakkaðu þessu vel því þú mátt ekki taka þetta í handfarangur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by Maggi »

Bara láta reyna á þetta, jafnvel í flöskum sem er ekki búið að taka límmiðann af.
Ég hef nú takmarkaðan áhuga á að plata tollinn. Annaðhvort er í lagi að taka þetta með eða ekki.
Pakkaðu þessu vel því þú mátt ekki taka þetta í handfarangur.
Ég veit það vel.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by gosi »

Semsagt ef ég kaupi mér 1L vodkaflösku frá Absolut í fríhöfninni,
fer með hann út, drekk hann til helminga og fer með aftur heim,
geta þeir þá stoppað mig og tekið af mér flöskuna?

Það hljómar hálf undarlegt.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by Proppe »

Ég veit til þess að þeir hafi gert upptækar flöskur með rofin innsigli.
Svo það eru ágætis líkur á því að þeir hirði hálfa flösku af þér.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by Maggi »

Já tollurinn er oft undarlegur. Þess vegna væri ég til í að vita fyrir víst hvort að þetta sé leyfilegt. Nú hefur maður heyrt ýmsar sögur.

Hvað gæti td. gerst ef að maður er með hemabrugg í merktum flöskum frá þekktum framleiðanda. Myndi tollurinn ekki líta á það sem tollasvik með tilheyrandi sektum og veseni.

Svo getur maður spurt sig, er bannað að koma með heimabakað brauð til landsins vegna þess að það er ekki vottað? Gildir það sama um heimbruggaðan bjór? Bjórinn sem slíkur er ekki ólöglegur en kannski að því að hann er ekki vottaður.

Annars verður fróðlegt að fá svör við fyrirspurninni sem ég sendi.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by bergrisi »

Þetta er mjög áhugavert. Eru ekki áfengislög einnig þannig að styrkleiki skiptir máli? Hvernig er hægt að færa sönnur á styrkleika á heimabrugguðum bjór? Það er hætt við því að tollurinn opni bjórinn þegar þú kemur til landsins. Er ekki okkar heimabrugg ólöglegt miðað við lög í dag? Allt yfir 2,25 prósent.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by Idle »

bergrisi wrote:Þetta er mjög áhugavert. Eru ekki áfengislög einnig þannig að styrkleiki skiptir máli? Hvernig er hægt að færa sönnur á styrkleika á heimabrugguðum bjór? Það er hætt við því að tollurinn opni bjórinn þegar þú kemur til landsins. Er ekki okkar heimabrugg ólöglegt miðað við lög í dag? Allt yfir 2,25 prósent.
Hvað áttu við, Bergrisi? Bruggar þú bjór sem er yfir 2.25% að styrkleika? En sú ósvífni! :skal:
Jú, það er að sjálfsögðu rétt, skv. íslensku áfengislöggjöfinni. En varla mega tollarar nota þau viðmið þegar um heimabrugg úr öðru landi er að ræða, þar sem umrætt brugg er jafnvel löglegt? Rökréttast þætti mér að heimabruggaður bjór fengi sömu meðferð og annar bjór sem keyptur er úr verslunum erlendis. En það er svo sem ekki ýkja margt rökrétt við innflutningslögin á Fróni...
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by gosi »

Ef það er löglegt að brugga í því landi sem maður á heima í þá er það væntanlega í lagi að fara með áfengið þangað sem maður vill. Fullt af fólki flytur inn áfengi þótt það sé ekki frá einhverjum framleiðanda, sbr. ef ég ætti vínekru og geri allt sjálfur þá má ég væntanlega koma með það heim ef ég vil.

Hvernig veit tollurinn að Carlsberginn sem ég kaupi í DK sé akkúrat 4.5%? Það stendur á miðanum. Þeir sem brugga í ákveðnu landi gætu gert tvennt, annaðhvort rifið miðann af og sett sinn eigin með áberandi merkingu um innihald og styrleika, svo tollurinn sjái það, eða láta tollinn vita að áfengið sé heimagert. Mögulega er hægt að leita í rauða hliðið og spyrja. Þú borgar bara ef þú ferð yfir leyfileg mörk.

Svo er að sjálfsögðu hægt að efnagreina bjórinn. Þá er hægt að sjá alkóhólmagn. Það myndi væntanlega kosta sitt, en ef maður lýgur ekki og fær það staðfest þá ætti maður ekki að borga. Sem dæmi mætti nefna DNA rannsókn. Ef faðir barns neitar að hann sé hinn raunverulegi faðir fer fram DNA rannsókn sem hann svo borgar ef hann er faðirinn.

Heimabrugg, hjá þeim sem gera yfir 2,25%, er ólöglegt, sama hvernig litið er á lögin. Það stendur skýrt og greinilega í lögum. Þess vegna dettur mér ekki í hug að gera slíkt.

http://www.althingi.is/lagas/122a/1969082.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by Maggi »

Já þetta eru áhugaverðar pælingar. Þess vegna verður mjög gaman að fá svar við fyrirspurninni sem ég sendi á tollayfirvöld.

Ég held að aðalmálið sé hvort að vara sem flutt er inn til landsins sé vottuð eða ekki. Nú eru allir framleiðendur áfengis með framleiðsluleyfi og því skoða heilbrigðisyfirvöld vöruna. Áfengisprósenta skiptir hér ekki máli að mínu mati. Það er jú leyfilegt að taka taka inn ákveðið magn af bjór en ekkert er tekið fram hversu bjórinn má vera sterkur.
Fullt af fólki flytur inn áfengi þótt það sé ekki frá einhverjum framleiðanda, sbr. ef ég ætti vínekru og geri allt sjálfur þá má ég væntanlega koma með það heim ef ég vil.
Ef vínekran er með leyfi yfirvalda þá sé ég ekki neitt vandamál
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by gunnarolis »

Skemmtilegar pælingar.

Ég var stoppaður einusinni í tollinum og var með bjór með mér. Ég var búinn að kaupa einhverjar 6 flöskur úti, en var ekki með yfir leyfilegu heildarmagni í lítrum talið. Gaurinn í tollinum skoðaði flöskurnar og spurði hvað þetta væri, ég sagði að þetta væri bjór (sem þetta var) og hann hleypti mér í gegn. Ég keypti s.s bjór í fríhöfninni, það sem ég mátti mínus 6 flöskur, og það slapp. Samt voru flöskurnar 6 sem ég keypti mér úti flestar yfir 10% áfengar, og einn 18.5%. Það skipti engu máli, svo lengi sem þetta var bjór.

Það sem ég er að reyna að segja er, ég er ekki sannfærður um að prósentan skipti neinu máli hérna.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by Maggi »

Það sem ég er að reyna að segja er, ég er ekki sannfærður um að prósentan skipti neinu máli hérna.
Því er ég sammála. Samkvæmt þessu plaggi er bjór bara bjór. Sterkt áfengi 22-55 % og léttvín upp að 22 %
http://www.dutyfree.is/files/tollareglu ... a-2011.pdf
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by halldor »

Þá er bara að taka með sér 12 lítra af Tactical Nuclear Penguin eða Sink the Bismarck næst :)

En jú þetta er rétt hjá ykkur, þeim er sama um áfengisprósentuna svo lengi sem þetta kallast bjór.
Plimmó Brugghús
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by Maggi »

Jæja, þá eru tollayfirvöld búin að svara mér. Ekki var það nú ítarlegt svarið sem ég fékk...

"Það er ekki heimilt að koma með heimalagað."

alveg ótrúlegt að svara þessu ekki betur með vísun í reglugerðir.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by Maggi »

Ég er búinn að senda svar til baka að ég vilji fá vísun í reglugerðir eða útskýringu á afhverju þetta er bannað.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by gosi »

Hvert sendiru póstinn?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by Maggi »

Ég sendi bara almenna fyrirspurn á
http://tollur.is/default.asp?cat_id=1674" onclick="window.open(this.href);return false;
sem Proppe benti mér á.

Ég fékk svo svar frá tollastarfsmanni
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by Maggi »

Ég er búinn að fá svar.

Ég sendi eftirfarandi

"ég þakka svarið. Mér finnst nú samt eðliegt að fá vísun í reglugerðir eða útlistun á því hvers vegna þetta er bannað. Gætir þú vinsamlegast svarað því. Ég sætti mig ekki við svona snúbbótt svar."

Ég fékk þetta til baka

"
Sæll.

Ég held að þetta sjáist hér í 4. grein: http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl? ... tml&leito=" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;áfengislag\0áfengislaga\0áfengislaganna\0áfengislagar\0áfengislagarins\0áfengislagi\0áfengislaginu\0áfengislagið\0áfengislags\0áfengislagsins\0áfengislegi\0áfengislegina\0áfengisleginum\0áfengislegir\0áfengislegirnir\0áfengislög\0áfengislögin\0áfengislöginn\0áfengislögum\0áfengislögunum\0áfengislögur\0áfengislögurinn#word1 .
"

Ekki er hægt að segja að svörin séu merkileg sem maður fær!

Ég ætla að halda þessu áfram og læt ykkur vita með framhaldið
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Post by gosi »

Þetta eru einstaklega loðin svör. Annað hvort veit maður það upp á 100% eða ekki. Ekki til neitt í lögum sem segja "ég held".

Annars er hægt að senda umboðsmanni alþingis þessa spurningu. Hann ætti að geta svarað.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
Post Reply