Einfaldur lager

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Einfaldur lager

Post by viddi »

Lögðum í frekar einfaldan lager í síðustu viku. Tvöföld uppskrift svo það var byrjað með 50 l af vatni. Meskjað við 65° í klst. BIAB.

8 kg. Pale
290 g. CMIII (sett í síðasta korterið)
Mashout 75° í 10 mín.

PBG 1.046 og 46 l. (est 1.044 og 44 l)

130 g. saaz í 60 mín.
28 g. saaz í 15 mín.
28 g. mittelfrüh í 2 mín.

Meiri uppgufun en við bjuggumst við. Fengum 36 l í 1.055 (est. 1.050 og 38 l). Enn að læra á auka elementið sem við settum í pottinn.

3 pakkar af S-23 (bleytt upp í) og 2 hitastýrðir skápar við 11°. Meiri aksjón í öðrum svo ég fór að skoða hitastýringuna. Hún leyfði 2,5° sveiflu meðan sá rólegri leyfði bara 0,5° Verður gaman að bera þá saman.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Einfaldur lager

Post by bergrisi »

Flott, nauðsynlegt að vera með þægilega lagera líka.
Ég þarf að athuga hitastýringuna í mínum skáp. Örugglega betra að hafa minni sveiflu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply