Þetta var fínn en fámenur fundur, ég fékk að smakka góðann IPA og lykta af humlunum hans Hjalta (Hljómar eitthvað hálf dirty)
En ég fékk einhverja flugu eða fálka í hausinn eftir þennann fund og ákvað að gera "smá" tilraun.
Ég ætla að hoppa í ámuna og kaupa einhver kit á morgun, ætla allavegna að kaupa lager kit
Ég hugsa að ég skipti þessu upp í nokkra skamta, vonandi finn ég nógu flott ílát til þess.
Í leiðbeiningunum er sagt að þetta skuli gerjast við stofu hitastig... sem er bara "Steam beer"
Ég ætla að gerja 5,75 lítra með geri sem fylgdi með kittinu við 20°C helmingurinn af því(2,875l) verður lageraður við 1°C
og 5,75 lítra með dönsku wyeast lager geri við 20°C, helmingurinn af því verður lageraður við 1°C
Næstu 5,75l gerjast með kit gerinu í 7°C (ef gerið höndlar það...) helmingurinn af því verður lageraður við 1°C
Síðustu 5,75l gerjast við 7°C með wyeast Danish lager gerinu og helmingurinn af því verður lageraður.
Þannig að ég fæ út einhverjar 8 típur af sama bjórnum sem gerir kippu af 50cl flöskum
http://www.wyeastlab.com/rw_yeaststrain ... .cfm?ID=28" onclick="window.open(this.href);return false;
Svo ætla ég auðvitað að endurheimta gerið úr löguninni sem gerjast við 7°c og er lageruð til seinni nota
Hvað finnst ykkur um þetta? :]