hvernig á að hreinsa elementin ?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by Gvarimoto »

Sælir, er að lenda í því leiðindarveseni að eftir hverja suðu er elementið mitt nánast svart og það tekur mig u.þ.b 1 tíma að skrúbba af því...

Eru menn ekkert að þrífa þetta eða eru þið með betri aðferðir ? Er ekkert að nenna þessu eftir hvert brugg :/
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by sigurdur »

Ég var að prófa að skipta um element um daginn og tek eftir því að það er svart eftir hverja suðu .. ekkert að virtinum enn sem komið er.
Gömlu elementin mín voru mun betri með þetta, það var bara létt skán á þeim.

Ég skrúbba þetta af bara með vatni og grófum svampi, svo nota ég stálull til að taka erfiðustu blettina.

Ég stefni á að setja 4000W ULWD element í pottinn minn seinna, það ætti vonandi að safna minni skán á sér.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by Gvarimoto »

sigurdur wrote:Ég var að prófa að skipta um element um daginn og tek eftir því að það er svart eftir hverja suðu .. ekkert að virtinum enn sem komið er.
Gömlu elementin mín voru mun betri með þetta, það var bara létt skán á þeim.

Ég skrúbba þetta af bara með vatni og grófum svampi, svo nota ég stálull til að taka erfiðustu blettina.

Ég stefni á að setja 4000W ULWD element í pottinn minn seinna, það ætti vonandi að safna minni skán á sér.

Já, mér finnst bara svo leiðinlegt að þurfa að taka pottinn í sundur eftir hverja suðu og skrúbba allt....

Mesking+suða+þrif tekur alveg 4 tíma amk og maður er bara ekki að nenna þessu eftir það allt :(
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by sigurdur »

Ég þríf venjulega svona "þokkalega" eftir bjórgerð.
Svo þríf ég elementin almennilega þegar ég nenni því (eða rétt áður en ég geri næsta bjór)
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by Benni »

ég er bara með þessi venjulegu hitakatla element en ég er ekki að keyra nema 110-115v á hverju elementi og er nánast alveg laus við allt brunavesen
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by Gvarimoto »

Benni wrote:ég er bara með þessi venjulegu hitakatla element en ég er ekki að keyra nema 110-115v á hverju elementi og er nánast alveg laus við allt brunavesen
Notaru hitastýringu til þess þá eða ?
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by hrafnkell »

Ég hef alltaf bara fengið hvíta/ljósbrúna skán á elementin, ekki svarta... Er ekki viss hvað getur valdið því. Er meskipokinn nokkuð að liggja á þeim þegar þau eru í gangi eða eitthvað þannig?


Annars voru feðgarnir með eitthvað galdraefni sem þrífur svona element bara hvisspæng, þyrftir líklega ekki að taka þau úr einusinni.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by Gvarimoto »

hrafnkell wrote:Ég hef alltaf bara fengið hvíta/ljósbrúna skán á elementin, ekki svarta... Er ekki viss hvað getur valdið því. Er meskipokinn nokkuð að liggja á þeim þegar þau eru í gangi eða eitthvað þannig?


Annars voru feðgarnir með eitthvað galdraefni sem þrífur svona element bara hvisspæng, þyrftir líklega ekki að taka þau úr einusinni.
Meskipokinn er aldrei í pottinum meðan elementin eru í gangi, sennilega bara grugg frá kornunum.
Væri gaman að komast að því hvaða efni þeir nota á þetta
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by rdavidsson »

Gvarimoto wrote:Sælir, er að lenda í því leiðindarveseni að eftir hverja suðu er elementið mitt nánast svart og það tekur mig u.þ.b 1 tíma að skrúbba af því...

Eru menn ekkert að þrífa þetta eða eru þið með betri aðferðir ? Er ekkert að nenna þessu eftir hvert brugg :/
Ég er reyndar með 1x5,5kW element frá Hrafnkeli og það kemur alltaf smá hvít skán eftir hverja bruggun. Ég hef bara sett 60°C heitt vatn í pottinn og smá klórsóda og þá fýkur þetta hreinlega af.... Skrúbba pottin uppúr þessu eftir hverja bruggun svo það setjist ekki einhver drulla innan á hann.
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by hrafnkell »

Það kemur einmitt bara smá ljós skán á mín element, og líka á hraðsuðukatlana sem ég hef notað. Ég nota bara heitt vatn til að þrífa það.

Passa allavega með klórsódann að klór er ætandi og ef hann fær að liggja á elementunum þá tærast þau.
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by Squinchy »

Ég er með element frá hrafnkell og hef ekki lent í þessu, fæ bara smá skán sem ég nudda bara af eftir hvert skipti

Ertu með einhverja stýringu til að stjórna þessu og hvernig element er þetta ?
kv. Jökull
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by sigurdur »

Ég er að lesa að sumir setja nóg vatn til að ná aðeins yfir elementin, setja sítrónusýru í vatnið og sjóða svo.
Þegar suðan er komin þá eiga elementin að vera hrein ....

... ég ætla að prófa þetta!! :)

BTW, *shameless plug* ódýrasta sítrónusýran á markaðinum í notendavænu magni - http://ostagerd.is/sitronusyra" onclick="window.open(this.href);return false;
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by hrafnkell »

Squinchy wrote:Ég er með element frá hrafnkell og hef ekki lent í þessu, fæ bara smá skán sem ég nudda bara af eftir hvert skipti

Ertu með einhverja stýringu til að stjórna þessu og hvernig element er þetta ?
Hann er með hraðsuðukatlaelement.
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by Squinchy »

Er þetta þá ekki bara clasíska of lítið yfirborðs flatamál og er að brena virtinn við elementið :P
kv. Jökull
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by Gvarimoto »

Squinchy wrote:Er þetta þá ekki bara clasíska of lítið yfirborðs flatamál og er að brena virtinn við elementið :P
Er að sjóða 25L (ca 20-21L eftir suðu) er með 2 svona element og hitt er bara með hvítri skán (slökt á því á meðan suðu stendur, nota bara 1 í suðu og það safnar svona dökkri skán, brún/svört)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by Squinchy »

Spurning um að raðtengja bæði elementin fyrir suðina, minnir að einhverjir hafi verið að gera það hérna

Eða þá fá þér PID stýringu hjá brew.is

Einhver að leiðrétta mig ef ég er að fara feil
kv. Jökull
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by sigurdur »

Það gengur ekki alveg að raðtengja elementin .. nema þú hliðtengir jafngildisviðnámi af 2 elementum við þau.

Mun sniðugara að gera annað hvort:
A) PWM
B) "Dimmer" (handgerður með thyristor/SCR)
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by Benni »

Gvarimoto wrote:
Benni wrote:ég er bara með þessi venjulegu hitakatla element en ég er ekki að keyra nema 110-115v á hverju elementi og er nánast alveg laus við allt brunavesen
Notaru hitastýringu til þess þá eða ?
Ég er með tvö og tvö raðtengd í tunnunni hjá mér, 6 element í heildina og 500w á hverju = 3kw
ekkert of mikið en ég er svosem ekkert að kvarta neitt
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: hvernig á að hreinsa elementin ?

Post by sigurdur »

Það gekk ágætlega að hreinsa elementin með sítrónusýru og suðu. Ég mun smella myndum inn vonandi á morgun.
Post Reply