Sælir herramenn.
Ég hef verið að skoða á netinu hvernig á að setja á kút og það virðist engin grein vera með sömu leiðbeiningar þannig að ég er alveg orðinn ruglaður á þessu.
Málið er að ég er með öl í lageringu og ætla að setja það á kút á morgun en það verður drukkið næsta laugardag í giftingu. Þetta er það sem ég er að plana að gera:
1. Setja ölið á hreinann kút.
2. Tengja kolsíruna við og setja þrýsting á 35.
3. Setja kútinn í ísskáp með kolsíruna tengda við á ofangreindum þrýstingi við 1-2 gráður.
4. Næsta föstudag taka kolsíruna úr sambandi en halda 35 í þrístingi.
5. Setja þrýsting niður í 1-2 og flytja kútinn norður á land.
6. Setja þrýsting á c.a. 2.5 og drekka úr kútinum.
Er eitthvað klárlega rangt í þessum skrefum hér að ofan?
Jói