Setja á Cornelíus kút - eru þetta rétt aðferð hjá mér?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Setja á Cornelíus kút - eru þetta rétt aðferð hjá mér?

Post by gugguson »

Sælir herramenn.

Ég hef verið að skoða á netinu hvernig á að setja á kút og það virðist engin grein vera með sömu leiðbeiningar þannig að ég er alveg orðinn ruglaður á þessu.

Málið er að ég er með öl í lageringu og ætla að setja það á kút á morgun en það verður drukkið næsta laugardag í giftingu. Þetta er það sem ég er að plana að gera:

1. Setja ölið á hreinann kút.
2. Tengja kolsíruna við og setja þrýsting á 35.
3. Setja kútinn í ísskáp með kolsíruna tengda við á ofangreindum þrýstingi við 1-2 gráður.
4. Næsta föstudag taka kolsíruna úr sambandi en halda 35 í þrístingi.
5. Setja þrýsting niður í 1-2 og flytja kútinn norður á land.
6. Setja þrýsting á c.a. 2.5 og drekka úr kútinum.

Er eitthvað klárlega rangt í þessum skrefum hér að ofan?

Jói
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Setja á Cornelíus kút - eru þetta rétt aðferð hjá mér?

Post by gugguson »

Veit þetta enginn?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Setja á Cornelíus kút - eru þetta rétt aðferð hjá mér?

Post by hrafnkell »

Þetta er nærri lagi. En af hverju droppa þrýstingnum í flutningum?

Mundu svo eftir að checka á carb eftir 1-2 daga, þarft líklega ekki nema 1-4 daga af 35psi.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Setja á Cornelíus kút - eru þetta rétt aðferð hjá mér?

Post by helgibelgi »

ég myndi setja þrýstinginn á 4-5 psi við drykkju. Passa líka að hleypa öllum þrýstingi vel af kútnum áður en þú færð þér af honum (muna að þrýstingurinn getur haldist í slöngunni líka). Ef þú færð froðu ertu líklega með of mikinn þrýsting.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Setja á Cornelíus kút - eru þetta rétt aðferð hjá mér?

Post by gunnarolis »

Það eru nokkrar aðferðir til að gera þetta, en ég mundi absolut ekki minnka þrýstinginn fyrir flutninginn. Það er engin ástæða til þess.

Síðan mundi ég ekki hafa 35 psi (3.5bar) þrýsing á kútnum við 1-2 gráður í marga daga, 1-2 dagar eru meira en nóg við þennan þrýsting til að ná upp verulegri kolsýru. Allt framyfir 3 daga við þessar aðstæður og þú ert að fara að overcarba bjórinn.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Setja á Cornelíus kút - eru þetta rétt aðferð hjá mér?

Post by gugguson »

Ok, ég setti um 37psi á kútinn á mánudag og mun þá minnka hann niður á morgun. Á ég þá að setja hann á 4-5psi á morgun og hafa hann þannig þangað til hann verður drukkinn á laugardag?

Takk kærlega fyrir svörin strákar.
gunnarolis wrote:Það eru nokkrar aðferðir til að gera þetta, en ég mundi absolut ekki minnka þrýstinginn fyrir flutninginn. Það er engin ástæða til þess.

Síðan mundi ég ekki hafa 35 psi (3.5bar) þrýsing á kútnum við 1-2 gráður í marga daga, 1-2 dagar eru meira en nóg við þennan þrýsting til að ná upp verulegri kolsýru. Allt framyfir 3 daga við þessar aðstæður og þú ert að fara að overcarba bjórinn.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Setja á Cornelíus kút - eru þetta rétt aðferð hjá mér?

Post by hrafnkell »

Geyma hann við 10-12psi (skoða carb töflur til að vera viss, miðað við hitastig!). Maður er venjulega bara í ~5psi þegar maður er að serva og línurnar eru í styttra lagi.
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Setja á Cornelíus kút - eru þetta rétt aðferð hjá mér?

Post by karlp »

1. Use balanced serving lines (The right length for the pressure you desire, combined with the tubing's inside diameter)
2. Set your regulator at 13psi (or so, depends on your desired volume of CO2 + temperature, but normally, 12-15psi somewhere)
3. Profit!!
(It will take ~1 week to balance out, but you never ever have to worry about over/under, bleeding off, shaking, heating/cooling or any of that bullshit)

If you insist on using serving lines that are too short, you will _always_ be turning pressure up, down, up down, up, down. You _will_ go mad, and your beer quality _will_ suffer.

Too short serving lines are _only_ ok if you're drinking in the park, to get drunk, and don't mind people complaining about froth & foam in the beginning, and slow pours at the end.
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Post Reply