Fyrsti tilbúinn en langar að gera aðeins betur næst.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
beggi90
Villigerill
Posts: 7
Joined: 4. Jun 2012 19:35

Fyrsti tilbúinn en langar að gera aðeins betur næst.

Post by beggi90 »

Sælir,

Búinn að gera minn fyrsta bjór (Bee-cave).
Hann bragðast ágætlega og er í kringum 5%.

Setti 130gr af sykri í hann, þetta voru 18 lítrar.
Hann var 3 vikur í gerjunarfötunni og búinn að vera rúmar 2 á flösku.

Nokkrir hlutir sem ég þarf að laga samt.
Aðallega þarf ég að vera duglegri að skrifa allt niður sem ég geri. (Tek mig á í því framvegis).

En mér finnst hann ekki nægilega tær, mætti vera meira gos í honum og mér langar að takmarka gruggið í botninum eins mikið og ég get.
Froðan sem sést á myndinni fór á svona 15 sek.

Hvort virkar betur fjörugrös eða fellitöflurnar?
Er nóg að sigta bjórinn bara oftar í ferlunum til að takmarka grugg?

Ætla að reyna að gera þennan betri áður en ég reyni við nýja uppskrift.
Attachments
mynd.JPG
mynd.JPG (59.42 KiB) Viewed 6721 times
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Fyrsti tilbúinn en langar að gera aðeins betur næst.

Post by helgibelgi »

beggi90 wrote:Ætla að reyna að gera þennan betri áður en ég reyni við nýja uppskrift.
Mjög sniðugt hjá þér, held ég! Þá færðu að sjá muninn og læra af fyrri mistökum og svona.

Varðandi gruggið, er það að bögga þig eitthvað? Það böggar mig aldrei.

Ég læt bjórinn alltaf liggja í 3 vikur og svo beint á flöskur. Er hættur að nota fjörugrös (gleymi því alltaf) svo að það er ekkert sem ég geri sérstaklega til að ná honum tærum. Samt er bjórinn að verða mjög tær hjá mér. Eftir að hann hefur legið nokkrar vikur á flösku við stofuhita og sérstaklega eftir að fá að vera nokkra daga í ísskápnum verður hann mjög tær og gerið í botninum er ánægt þar bara og er ekkert að fara að synda um.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fyrsti tilbúinn en langar að gera aðeins betur næst.

Post by bergrisi »

Tími er það sem vantar. Væntanlega er stutt síðan hann fór á flöskur. Þú sérð mikinn mun ef hann fær að vera í friði nógu lengi. 2-4 vikur við stofuhita og svo í kæli, því lengur því betra. Þá muntu sjá mikin mun.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
beggi90
Villigerill
Posts: 7
Joined: 4. Jun 2012 19:35

Re: Fyrsti tilbúinn en langar að gera aðeins betur næst.

Post by beggi90 »

helgibelgi wrote:
beggi90 wrote:Ætla að reyna að gera þennan betri áður en ég reyni við nýja uppskrift.
Varðandi gruggið, er það að bögga þig eitthvað? Það böggar mig aldrei.
Gruggið pirrar mig ekki en vil hafa bjórinn boðlegri.
Öðrum finnst það ekki girnilegt en mér finnst bjórinn þegar orðinn mjög bragðgóður.
bergrisi wrote: Tími er það sem vantar. Væntanlega er stutt síðan hann fór á flöskur. Þú sérð mikinn mun ef hann fær að vera í friði nógu lengi. 2-4 vikur við stofuhita og svo í kæli, því lengur því betra. Þá muntu sjá mikin mun.
Þegar komnar rúmar 2 vikur.
Hefur verið geymdur reyndar útí skúr meðan hann var á flöskunum svo hitinn var ekki stöðugur allan tímann.
Geymist hann betur ef hann er alltaf í stofuhita, er ekki í lagi að hitinn sé nokkuð breytilegur þegar hann er kominn á flöskur?
Hversu lengi heldur hann áfram að verða betri með tímanum.

Takk fyrir svörin
Ætla að prófa samt annaðhvort fjörugrös eða fellitöflur næst.
Langar að sjá muninn.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsti tilbúinn en langar að gera aðeins betur næst.

Post by hrafnkell »

Ég nota alltaf whirfloc og finnst það hjálpa til við að fá tæran bjór. Hann er venjulega orðinn alveg tær 1-2 mánuðum eftir bruggun.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fyrsti tilbúinn en langar að gera aðeins betur næst.

Post by bergrisi »

Ég stressa mig lítið á hitastigi eftir að hann er kominn í flöskur. Reyni að hafa hann við 16-20 gráður í eina til tvær vikur til að láta hann kolsýrast ef hitinn rokkar getur verið fínt að láta hann vera lengur í geymslu áður en þú setur hann í kæli. Þinn síðasti bjór verður tærastur.
Ef bjórinn er góður þá ertu í góðum málum og hann verður bara betri og fallegri með tímanum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Fyrsti tilbúinn en langar að gera aðeins betur næst.

Post by gunnarolis »

Bara svo það sé á hreinu þá eru hitastigssveiflur ekki góðar fyrir bjórinn. Það var virkilega langur og greinagóður póstur um lageringu og geymslu á bjór skrifaður hérna fyrr í sumar, notaðu leitina og lestu þann póst.

Að bjórinn sé ekki orðinn kolsýrður eftir 2 vikur er eðlilegt. 130gr af sykri fyrir 18 lítra er fínt, og bjórinn verður orðinn eðlilega kolsýrður fyrir stílinn eftir 3 vikur. Allt undir því er of lítið. Gæti jafnvel tekið 4-5 vikur fyrir gerið að ná að klára þennan sykur sem þú settir í.

Hvað gruggið varðar þá er það rétt að tími er allt sem þarf. Það er enginn marktækur munur á því að nota Whirfloc töflur og því að nota fjörugrös, og ef þú vilt ná bjórnum tærari mundi ég alveg absolut nota annað hvort. Kostar lítið og er minimal effort.

Stability á hausnum er eitthvað sem er hægt að laga á nokkra vegu. Meðal annars með því að setja prótínríkt malt eins og hveiti í uppskriftina, það kemur þó til með að vinna á móti tærleikanum. Einnig er hægt að nota meira dextrín malt, en það kemur til með að gera bjórinn aðeins sætari. Einnig eru nokkur tæknileg atriði í brugguninni sem hægt er að laga til að laga haus, leitaðu að head stability á homebrewtalk.com.

Það að sigta bjórinn oftar í ferlinu kemur ekki til með að hafa nein yfirgnæfandi áhrif hvað tærleikann varðar, enda fellur allt það stærsta (sem þú hefðir náð að sigta út) til botns í primary eða secondary. Það sem gerir bjórinn grugguan eru pínulitlar agnir.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply