Sælir,
Búinn að gera minn fyrsta bjór (Bee-cave).
Hann bragðast ágætlega og er í kringum 5%.
Setti 130gr af sykri í hann, þetta voru 18 lítrar.
Hann var 3 vikur í gerjunarfötunni og búinn að vera rúmar 2 á flösku.
Nokkrir hlutir sem ég þarf að laga samt.
Aðallega þarf ég að vera duglegri að skrifa allt niður sem ég geri. (Tek mig á í því framvegis).
En mér finnst hann ekki nægilega tær, mætti vera meira gos í honum og mér langar að takmarka gruggið í botninum eins mikið og ég get.
Froðan sem sést á myndinni fór á svona 15 sek.
Hvort virkar betur fjörugrös eða fellitöflurnar?
Er nóg að sigta bjórinn bara oftar í ferlunum til að takmarka grugg?
Ætla að reyna að gera þennan betri áður en ég reyni við nýja uppskrift.