hrafnkell wrote:Myndi taka 1/2" autosiphon frekar, og þá 1/2" bottling wand líka. Ég held að ég eigi bæði fyrir þig ef þú vilt. Svo þarftu helst dælu með plate chillernum.
Svo er rétt að benda á að þú færð flest af þessu í bæði vínkjallaranum og ámunni (allt nema keg unitið), ekki víst að það borgi sig að panta þetta að utan - sendingarkostnaður, tollur og vsk á eftir að taka þig í endaþarminn
Annars eru þetta allt græjur sem er afar þægilegt að hafa.
Ok, ég fæ þá autosiphon og bottling wand næst þegar ég kaupi hráefni
Benni á svona plate chiller og við notuðum hann án dælu síðast með fínum árangri.
Ég hringdi í Vínkjallarann og Ámuna en hvorug búðin átti alla þessa hluti til og engin þeirra er með plate chiller og krana (sem eru aðal hlutirnir). Miðað við estimate á sendingarkostnaði frá homebrewstuff.com, 15% tolli (ég veit ekki hvort þetta sé rétt tala), 25,5% vsk og núverandi gengi á USD, þá er homebrewstuff.com alltaf sambærilegt eða ódýrara.