Partýbjór

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Partýbjór

Post by helgibelgi »

Sælir herramenn

Er að fara að brugga bjór sem þarf að henta "almenningi" þeas einfaldann pale ale.

Er búinn að skoða brúðkaupsölið vinsæla og ætla að gera eitthvað svipað. Hugmynd mín var þessi:

70% Pale ale
10% Carapils
10% Munich malt
10% Carared ?? veit ekki með þetta, á bara slatta af þessu... hvað finnst ykkur?

Svo með humlana var ég að pæla með: (vonandi ekki of humlaður fyrir 20 lítra... 30 IBU)

60 min: 24g centennial
15 min: 10g cascade
5min: 20g saaz

Ég á svo bara 1056 í krukkum, us-04 þurrger frá 2010 og t-58 þurrger frá 2011... Ætti ég að reyna við us-04 eða bara redda mér öðru?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Partýbjór

Post by sigurdur »

Sko .. partýbjór er í mínum huga einhver mjög auðdrekkanlegur bjór (lesist - þurr).
Ég myndi sleppa Carared. (ég myndi nota Carared ef mér væri sama um hina .. sem er eiginlega alltaf :massi: :twisted: )

Ég myndi endurskoða þessa Saaz viðbót í endann .. ég er ekki alveg viss um að Cascade/Centennial spili vel með Saaz... (nema þú viljir prófa þig áfram... en það er ekki eins "öruggt" val og einhver annar amerískur sítrus humall)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Partýbjór

Post by helgibelgi »

já ok, cascade eða centennial þarna í endann þá? Held að ég sleppi carared og setji bara pale ale upp í 80% í staðinn...
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Partýbjór

Post by sigurdur »

Já cascade/centennial í endann .. svo myndi ég meskja við lágt hitastig til að fá þurrari bjór.
Einnig myndi ég nota 1056.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Partýbjór

Post by helgibelgi »

Er að meskja núna. Lokaútgáfa er 80% pale ale 10% Munich 10% Carapils. Meski við 65°C í tilraun til að ná honum þurrum. Held að ég noti Centennial í beiskju en Saaz í bragð og lykt... 1056 já, hentar auðvitað best!
Post Reply