Sælir herramenn
Er að fara að brugga bjór sem þarf að henta "almenningi" þeas einfaldann pale ale.
Er búinn að skoða brúðkaupsölið vinsæla og ætla að gera eitthvað svipað. Hugmynd mín var þessi:
70% Pale ale
10% Carapils
10% Munich malt
10% Carared ?? veit ekki með þetta, á bara slatta af þessu... hvað finnst ykkur?
Svo með humlana var ég að pæla með: (vonandi ekki of humlaður fyrir 20 lítra... 30 IBU)
60 min: 24g centennial
15 min: 10g cascade
5min: 20g saaz
Ég á svo bara 1056 í krukkum, us-04 þurrger frá 2010 og t-58 þurrger frá 2011... Ætti ég að reyna við us-04 eða bara redda mér öðru?