Double IPA

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Double IPA

Post by helgibelgi »

Sælir meistarar

Við bjarkith (Bjarki) erum að fara að brugga double IPA. Við gerðum smá rannsókn á uppskriftum fyrir double IPA eða IIPA eins og hann er stundum kallaður líka. Svo bjuggum við á endanum til þessa 40 lítra uppskrift.

korn:

12kg pale ale malt
4kg carared/crystal 20
+eitthvað af carapils eða öðru pilsner malti

OG miðað á ca. 1.080

Soðið í 90 mín.

Humlar: miðað á ca 125 IBU með cascade, centennial og chinook

ca 50 grömm í 60 mín af centennial og önnur 50 grömm af chinook.

Svo ætlum við að henda blöndu af öllum humlunum í 40 mín til 0 mín. ca. 5 grömm á mínútu.

Gerið var eitthvað sem Bjarki er búinn að vera að rækta (minnir að það héti 1056)

Svo ætlum við að þurrhumla líka með slatta af humlum, líklega með kaffipressuaðferð þegar honum verður skellt á kút.

Hvað finnst ykkur um þessa uppskrift? Er þetta double IPA eða eitthvað humla-abomination?

btw, þetta er BIAB brugg, hafið þið reynslu af því að nota svona mikið korn í poka? eitthvað sem við þurfum að passa sérstaklega?

Einhver með hugmynd af meski-prófíl? Vorum ekkert búnir að spá í það.

Kveðja og skál, Helgi og Bjarki
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Double IPA

Post by hrafnkell »

Ágætis uppskrift, en líklega of mikið af crystal malti. Myndi tóna það töluvert niður til að halda ykkur innan stíls. Sætan í crystal malti dregur úr humlabragði og það er ekki alveg æskilegt í ipa.

1056 er perfect í amerískan ipa, muna svo að meskja kalt (65 til dæmis) til að fá gerið til að klára vel. biab er ekkert stórmál með svona miklu korni, en pokinn þarf auðvitað að þola það.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Double IPA

Post by helgibelgi »

Takk fyrir skjót svör Hrafnkell. (þú virðist hanga jafnmikið hérna og ég :ugeek: )

Ég var einmitt að lesa þetta með crystal möltin og sætuna á HBT. Minnkum crystal og bætum við carapils í staðinn. Miða hugsanlega við minna OG, sýnist margir láta sér nægja 1.070+

Svo var fólk að tala um að bæta við Gypsum. Hefur einhver hugmynd um hversu mikið?

EDIT: Mad fermentationist mælir með 5 grömmum af gifsi í meskivatnið fyrir ca. 20 lítra uppskrift. Miðar við 150ppm sulfate.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Double IPA

Post by helgibelgi »

Jæja þá er þessi kominn í gerjunarkútinn. Final uppskrift var:

12 kg pale ale malt
1 kg carared
0,65 kg carapils
1kg sykur (bætt út í þegar 10 mín var eftir af suðu)

Humlarnir eins og fyrir ofan. 55 grömm af Chinook og önnur 55 grömm af Centennial = 110 grömm í 60 mín.

Gleymdum gravity mæli svo við vitum ekkert hvar hann endaði. Tókum bara single infusion á þetta. Hef ekki hugmynd um hvort það hafi verið slæm ákvörðun.

EDIT: Mældum sýni í dag sem við höfðum tekið frá og það sýndi 1.072. Frekar lágt... en sleppur! Hann er byrjaður að bubbla og allt lofar góðu.

Myndir:
Attachments
Bjórinn kominn í gerjun.
Bjórinn kominn í gerjun.
heimabruggaður Porter drukkinn með
heimabruggaður Porter drukkinn með
Humlarnir sem fóru í suðu, alls 315 gr. Meira verður bætt í þurrhumlun.
Humlarnir sem fóru í suðu, alls 315 gr. Meira verður bætt í þurrhumlun.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Double IPA

Post by helgibelgi »

Svona litu hitaelementin út eftir suðu, ef þetta er skilið eftir svona óþrifið þá harðnar þetta við og í næstu suðu þá brennur þetta og setur svakalegt brunabragð í bjórinn. Þess vegna þríf ég þetta með pottastáli beint eftir hverja suðu þar til þetta glansar eins og nýtt :D
Attachments
Hitaelementin litu svona út eftir suðu.
Hitaelementin litu svona út eftir suðu.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Double IPA

Post by bergrisi »

Flottur litur á bjórnum. Er að drekka núna einn Hafra Porter sem ég dýrka.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Double IPA

Post by bjarkith »

Þessi endaði hjá okkur í 1.010 sem okkur þykir bara skrambi gott fyrir svona stóran bjór og er því 8% eða til að vera nákvæmur 7,99%. Við skelltum honum svo á sitthvorn kútinn og þurrhumluðum með svíviðrilegu magni af humlum, ég setti 50gr Chinook og 50gr Centennial en helgi ákvað að fara aðeins hógværar í þetta og þurrhumlaði með 30gr Centennial og 30gr Cascade. Við notuðum pressukönnu aðferðina.

Hann var mjög bragðgóður við kútun og við bíðum spenntir eftir að hann verði til, kolsýrður og þurrhumlunin farin að skína.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Post Reply