Sælir meistarar
Við bjarkith (Bjarki) erum að fara að brugga double IPA. Við gerðum smá rannsókn á uppskriftum fyrir double IPA eða IIPA eins og hann er stundum kallaður líka. Svo bjuggum við á endanum til þessa 40 lítra uppskrift.
korn:
12kg pale ale malt
4kg carared/crystal 20
+eitthvað af carapils eða öðru pilsner malti
OG miðað á ca. 1.080
Soðið í 90 mín.
Humlar: miðað á ca 125 IBU með cascade, centennial og chinook
ca 50 grömm í 60 mín af centennial og önnur 50 grömm af chinook.
Svo ætlum við að henda blöndu af öllum humlunum í 40 mín til 0 mín. ca. 5 grömm á mínútu.
Gerið var eitthvað sem Bjarki er búinn að vera að rækta (minnir að það héti 1056)
Svo ætlum við að þurrhumla líka með slatta af humlum, líklega með kaffipressuaðferð þegar honum verður skellt á kút.
Hvað finnst ykkur um þessa uppskrift? Er þetta double IPA eða eitthvað humla-abomination?
btw, þetta er BIAB brugg, hafið þið reynslu af því að nota svona mikið korn í poka? eitthvað sem við þurfum að passa sérstaklega?
Einhver með hugmynd af meski-prófíl? Vorum ekkert búnir að spá í það.
Kveðja og skál, Helgi og Bjarki