Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Fimm fjölbreyttir bjórar, allir komnir á flöskur. Plús 2

Post by bergrisi »

Ég fór til Hrafnkels í gær og keypti í 5 mism. bjóra. Ætla að brugga í dag og á morgun. Spurning hvað maður kemst yfir marga.

1. JZ - bohem pilsner. http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=693" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;"
kominn í gerjunarfötuna

2. Hafra Porter frá Brew.is.

3. Brúðkaupsöl Úlfars. http://fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=182" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;"
4. Herra einfaldur. Back to basic. Ein gerð af korni (pale malt), ein af humlum (Hallertauer Mittelfrueh) og allir soðnir í 60 mín. Ekkert secondary og bara eitt hitastig (ca 12 gráður). Trúi því að svona var bjór gerður í gamla daga af almúganum sem hafði ekki digital vigt né hitamæli. Svo getur vel verið að hann verði ömulegur. [color=#FF0000þessi fer í fötu í dag.[/color]
Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 26,85 l
Post Boil Volume: 24,96 l
Batch Size (fermenter): 24,00 l
Bottling Volume: 24,00 l
Estimated OG: 1,047 SG
Estimated Color: 9,7 EBC
Estimated IBU: 27,1 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72,00 %
Est Mash Efficiency: 72,0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
5,00 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 100,0 %
60,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,00 %] - Boil Hop 2 27,1 IBUs
1,00 Items Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 mins) Fining 3 -
1,0 pkg SafLager West European Lager (DCL/Fermen Yeast 4 -
0,61 tsp Gelatin (Secondary 5,0 hours) Fining 5 -



5. Herra afgangur. Bjó til einn APA úr afgangskorni. Ég tók saman hvað fór í hina og færði svo að næsta kg og það fer í þennan. Reyndar breyti aðeins humlum eftir ráðleggingar Hrafnkels. Er soldið spenntur hvernig þessi kemur út.

Eins og sést á þessum tveim síðast nefndu þá eru ekki miklar vísindalegar pælingar á bakvið þetta.

Ég er einnig að gera tilraunir með að brugga nú á nýjum stað og með smá öðruvísi aðferðum. Er með 24 lítra pott á rafmgagnshellum inní þvottahúsi og með kælispíralinn ofaní pottinum allan tímann og lét sjóðandi heitt vatn í gegn um hann. Vatnið var um korter að fara upp í 70 gráður.
Það tekur óratíma að ná upp suðu. Frá 70 gráðum eftir meskingu og uppí suðu var rúmur klukkutími í bið.

Ef þetta gengur allt upp þá mun ég vera með um 250 bjóra á flöskum tilbúna eftir ca. tvo mánuði. Vonandi dugar það eitthvað fram á vor.

Jæja nóg í bili en mun koma með inná þennan þráð hvernig þetta kemur út.
Last edited by bergrisi on 11. Mar 2012 22:16, edited 9 times in total.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm bjórar í vinnslu.

Post by bergrisi »

Til fróðleiks þá er hér innihaldið í afgangsbjórnum

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 26,85 l
Post Boil Volume: 24,96 l
Batch Size (fermenter): 24,00 l
Bottling Volume: 24,00 l
Estimated OG: 1,050 SG
Estimated Color: 13,5 EBC
Estimated IBU: 35,1 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72,00 %
Est Mash Efficiency: 72,0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
4,50 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 84,1 %
0,50 kg Munich I (Weyermann) (14,0 EBC) Grain 2 9,3 %
0,20 kg Cara-Pils/Dextrine (3,9 EBC) Grain 3 3,7 %
0,15 kg Caramunich I (Weyermann) (100,5 EBC) Grain 4 2,8 %
22,00 g Simcoe [13,00 %] - Boil 60,0 min Hop 5 31,5 IBUs
10,00 g Saaz [4,00 %] - Boil 20,0 min Hop 6 2,7 IBUs
10,00 g Saaz [4,00 %] - Boil 5,0 min Hop 7 0,9 IBUs
10,00 g Saaz [4,00 %] - Boil 0,0 min Hop 8 0,0 IBUs
1,0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) Yeast 9 -
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar

Post by bergrisi »

Fjórir í fötu að gerjast á fullu. Tveir við 12 gráður, og tveir við 22 gráður. Hafra Stoutinn virkilega spennandi og verður gaman að smakka hann.

Prufaði að sjóða á rafmagnshellu fyrri bruggdaginn en sauð svo á eldavélinni daginn eftir. Rafmagnshellan var alltof lengi að ná upp suðu. ca einn og hálfan tíma.

Ein ráðlegging: Aldrei að hlaupa frá þegar maður er að láta renna vatn í fötu. Þurfti að skúra þvottahúsið mér til lítillar ánægju.

Á sunnudaginn verður sett í Brúðkaupsöl Úlfars.
Last edited by bergrisi on 7. Feb 2012 19:55, edited 1 time in total.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by Benni »

alltaf gott að eiga nóg af bjór og ennþá betra þegar það er svona fjölbreitt úrval
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by bergrisi »

Takk fyrir.

Þetta er rosalega spennandi. Var að taka út kornin fyrir Brúðkaupsöl Úlfars og ætla að gera það annað kvöld.

Það er í raun frábært að gera svona marga bjóra á stuttum tíma því maður er alltaf að gera mistök og læra af þeim. Í raun klæjar mig núna í puttana og langar að gera meira. Verð reyndar að bíða því ég á bara 6 fötur. Þarf eina til að hella á milli og setja á flöskur.

Næst verða það aftur nokkrir bjórar í einu og m.a. verður hveitibjórinn af brew.is þar á meðal.

Vonandi get ég komið með eitthvað af þessu á fund í framtíðinni. Ætli apríl eða maí væri ekki raunhæfur möguleiki.
Last edited by bergrisi on 7. Feb 2012 19:56, edited 1 time in total.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by hrafnkell »

Þú heldur þér almennilega við efnið :) Ég er ansi góður með mig ef ég næ 4 bjórum á mánuði :D
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by bergrisi »

Því miður eru ekki allir mánuðir svona. En ég yrði sáttur ef ég næði að gera bjór tvisvar í mánuði og fá um 50 flöskur úr hverri lögun sem gerði 1200 flöskur yfi árið. Þá gæti ég drukkið 3 bjóra á dag.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by gunnarolis »

Úlfar á eftir að ganga úr skaftinu þegar hann sér að hann er kallaður Úlfur hérna :)
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by bergrisi »

Búinn að leiðrétta þetta út allan þráðinn. Vonandi var hann ekki búinn að reka augun í þetta.

Er reyndar ekki búinn að brugga hann þar sem einhver pest lagðist á alla heimilismeðlimi. En hann er á dagskrá á allra næstu dögum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by gunnarolis »

Afgangauppskriftin hljómar mjög vel. Ég hef mikla trú á henni...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by bergrisi »

Takk.

Ég er að reyna að búa til uppskrift af einum reyktum. Eitthvað í líkingu við það sem þú gafst okkur að smakka. En er að spá í hlutföllum. Á maður að nota ristaða hafra eða bygg, carafa special eða hvað. Reykt malt í grunninn væntanlega.

Hvaða humlar væru bestir?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by bergrisi »

Tók mælingu á Hafra porter og Herra afgang.

Annað hvort líður geri voðalega vel í skúrnum mínum eða ég hef ekki verið með rétt hitastig í meskjuninni.

Herra afgangur mældist:
OG 1050 og FG 1002 en átti að vera um 1009. Svo það lítur út fyrir að hann verði alveg 6,3 %

Hafra porterinn mældist:
OG 1060 og FG 1006 en átti að enda í 1013 svo hann verður um 7,1%

Ég dreif þá báða á flöskur því gerði ráð fyrir að þeir séu fullgerjaðir.

Ætla að láta þá bíða á flöskum við stofuhita í 3-4 vikur og svo verður smakkað.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by hrafnkell »

Þetta hljómar ansi lágt, eiginlega lægra en maður á að komast með bjór. Ertu búinn að prófa að setja mælinn í hreint vatn og sjá hvað hann sýnir þar?
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by gunnarolis »

Þetta hljómar mjög einkennilega. Þetta er 90% og 96%!! Apparent attenuation.

Annaðhvort er mælirinn ekki alveg að vinna vinnuna sína, eða að fleiri tegundir af örverum en s.cerevisiae eru að borða sykurinn í bjórnum þínum.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by Feðgar »

Við höfum séð 1.006 með US-05 hjá okkur. (OG 1.060 sirka)

En 1.002 :o
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by bergrisi »

Ég prufaði að setja mælinn í vatn núna og hann sýnir 996 og svo er ég með annan sem ég hef ekki notað sem sýnir 1000. Spurning að fara að nota hann frekar. Ef sá sem ég hef alltaf notað er að sýna 004 minna en hann á að gera þá er það ekki samt sama % sem ég ætti að fá úr því. Hann hefði þá væntanlega mælt OG of lágt líka.

En verð að fá mér alvöru mælitæki. Með hverju mælið þið?

Takk fyrir ábendinguna.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by hrafnkell »

Það er líklegast að hann sé línulega rangur, s.s. jafn rangur hvar sem þú mælir. Flotmælir er í raun besta tækið í þetta, en það er þægilegt að eiga refractometer líka. Ég er farinn að nota refracto mest, en maður losnar aldrei alveg við flotmælinn.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by gunnarolis »

Refractoinn minn er ekkert spes. Hydrometer er fínn í þetta, en þú þarft að passa að nota sama refracto til þess að mæla OG og FG. Ef skekkjan er upp í öðrum og niður í hinum (t.d -0.004 og +0.002) þá er skekkjan orðin ansi vegleg.

Það er leiðinlegt að nota refracto á gerjaðan virt því þá þarf að slá þetta inn í þríliðu og vera með allskonar hundakúnstir.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by bergrisi »

Ég hef alltaf notað sama mælinn. Þessi vitlausti finnst mér mun betri og fyrst ég nota hann í allar mælingar þá ætti hann að gefa mér rétta niðurstöðu.

Er búinn að vera að lesa um aðrar gerðir af mælum á netinu í allan dag en held að ég haldi mig við flotmæli. Kann vel við það. Næstu dagar fara í að plana næstu bjóra. En fannst mjög þægilegt að gera tvo á sama degi.

Takk fyrir ábendingarnar.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by gunnarolis »

Hann gefur þér rétt ABV, það er rétt.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by bergrisi »

Var að smakka bjórana sem ég setti á flöskur síðustu helgi. (veit að það er allt of snemmt en maður er bara svo spenntur).

Afgangsbjórinn er virkileg mildur og lofar virkilega góðu. Beiskjan er lítið áberandi og er þetta bara þægilegur bjór. Það verður gaman að bjóða hreinskilu-vinum mínum í heimsókn eftir 2-3 vikur að smakka þennan og fá þeirra álit.

Svo smakkaði ég Hafra-porterinn og hann er virkilega góður. Hann verður bruggaður aftur og aftur. Mikið og gott eftirbragð. Verður gaman að smakka hann þegar hann þroskast meira.

Það er nú fátt betra en að byrja föstudagskvöld á svona bjórsmökkun.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by helgibelgi »

ohh ég öfunda þig svo mikið. Porterinn minn er ennþá í gerjunarfötunni. Vatnslásinn er loksins orðinn stilltur eftir tveggja vikna gerjun. Var að spá í að hafa hann í mánuð í gerjun. Hvað varstu með þinn lengi?
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by bergrisi »

Hann gerjaðist í 10 daga. Þegar ég tók mælingu þá var FG svo lágt að ég beið ekkert með að taka aðra mælingu. Skellti honum bara á flöskur. EIns og sagði þá verður þessi gerður oftar. Alveg skotheld uppskrift.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fimm fjölbreyttir bjórar, fjórir að gerjast á fullu.

Post by bergrisi »

Náði loksins að gera brúðkaups ölið. Er að kæla það niður núna. Setti líka tvo fyrst nefnd bjórana á flöskur. Tók smá smakk og sá Einfaldi verður mjög mildur en JZ bohemian Pilsnerinn held ég að verði frábær. Vonandi klúðrast ekkert í ferlinu framundan. Ætla að geyma þessa tvo bjóra í geymslunni við ca 10 gráður í 4-6 vikur. Mun stelast í að smakka einhverja fyrr ef ég þekki mig rétt.

Nú eru komnir um 200 bjórar á flöskur og væntanlega fer brúðkaupsölið á flöskur eftir 2-3 vikur. Svo eftir 1-2 mánuði mun ég hafa um 5 bjóra að velja sem er fínt því mig langar sjaldnast að drekka sama bjórinn lengi. Það er líka kominn tími til því ég er kominn með fullkomið ógeð af þessum eina heimalagaða sem ég á til núna. Dósabjórinn sem ég prufaði að gera á síðasta ári.

En sé að ég á nóg eftir að flöskum svo nú fer ég í að plana næstu bruggun. Það verða tveir lager bjórar og einhverjir tveir ale.

Langar soldið að gera tvo bjóra sem eru með sömu humlum og sömu kornum og gerja annan með lagergeri við ca 12 gráður og hinn með td. Safale 05 og gerja við 22 gráður og bera svo saman. Hafa annars sömu beyskjuna á báðum og allt sambærilegt fyrir utan gerjunina. Er það kannski alveg útí hött?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply