Spjallið rífur sig ekki sjálft upp!

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Spjallið rífur sig ekki sjálft upp!

Post by sigurdur »

Mér finnst virkni á spjallinu hafa verið að dalast töluvert síðasta árið.

Þar sem að spjallið rífur sig ekki sjálft upp, þá ætla ég að gera tilraun til að virkja ykkur í spjallinu.

Varstu að smakka áhugaverðan bjór?
Endilega skrifaðu um hann í Dómar hluta spjallsins. Við höfum öll gaman af því að lesa um reynslu annarra og miðla reynslu okkar.

Varstu að skrá þig á spjallið en ert ekki búinn að kynna þig?
Endilega kynntu þig í Sjálfskynning. Við stefnum á að taka hlýlega á móti þér.
(Nota bene, það eru 470 skráðir reikningar á fagun.is en einungis 141 þræðir í sjálfskynningarkorkinum ..)

Ertu/varstu að leggja í bjór?
Segðu okkur frá því í Hvað er verið að brugga hlutanum.

Nú, kanski ertu smá pervert í Osti, brauði eða jógúrtgerð. Taktu myndir af afurðunum og sýndu okkur hvað þú ert búin/n að gera.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Spjallið rífur sig ekki sjálft upp!

Post by bergrisi »

Flott. Ég kíki hérna margoft á dag og vonast eftir nýjum appelsínugulum kössum.
Er að fara að brugga á eftir og skal setja inn hvað verður fyrir valinu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Spjallið rífur sig ekki sjálft upp!

Post by anton »

Ég hef ekkert bruggað í nokkra mánuði. En það fer að lagast hjá mér.

Annað varðandi spjallið. Ég myndi segja að notendur ættu ekki að vera feimnir við að commenta á eldri þræði (þúst, þessa á síðu 5)...

Þannig að ef ÞÚ ert að lesa gamlan þráð og ert að spá, endilega setja spáið sem þú ert að spá í í þráðinn. :) -- þ.e. auðvitað ef það tengist algjörlega efni þráðarins.

Ég held nefnilega að margir séu að bara að flétta og lesa en þora ekki að spyrja. :roll:
Post Reply