Mér finnst virkni á spjallinu hafa verið að dalast töluvert síðasta árið.
Þar sem að spjallið rífur sig ekki sjálft upp, þá ætla ég að gera tilraun til að virkja ykkur í spjallinu.
Varstu að smakka áhugaverðan bjór?
Endilega skrifaðu um hann í Dómar hluta spjallsins. Við höfum öll gaman af því að lesa um reynslu annarra og miðla reynslu okkar.
Varstu að skrá þig á spjallið en ert ekki búinn að kynna þig?
Endilega kynntu þig í Sjálfskynning. Við stefnum á að taka hlýlega á móti þér.
(Nota bene, það eru 470 skráðir reikningar á fagun.is en einungis 141 þræðir í sjálfskynningarkorkinum ..)
Ertu/varstu að leggja í bjór?
Segðu okkur frá því í Hvað er verið að brugga hlutanum.
Nú, kanski ertu smá pervert í Osti, brauði eða jógúrtgerð. Taktu myndir af afurðunum og sýndu okkur hvað þú ert búin/n að gera.