Ég er sérstakur áhugamaður um bjórgerð og hef mikinn áhuga á sjálfstæðri og heimagerðum bjórum. Byrjaði sjálfur síðasta sumar að fikta við þetta með því að nota bjórsett, þe extract eða þykkni. Hefur gefið ágæta raun en finnst mikið vanta uppá að ná "alvöru" bjórum.
Hef að auki mikinn áhuga á eldamennsku og bakstri og set bjórgerðina í sama flokk. Gott hráefni er nauðsynlegt til að fá góðan mat og sama gildir um bjórinn. Næstu skref er að fara í þykkni + grain og jafnvel alla leið í grain-ið. Er að koma mér upp búnaði hægt og rólega til að fara alla leið.
Hjartanlega velkominn í þennan skemmtilega hóp. Vonandi hefurðu gagn og gaman af.
Ég myndi jafnvel mæla með því að sleppa extractinu alveg og fara beint í all grain. Töluvert ódýrara, í það minnsta, og mun auðveldara en maður heldur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór