Einfaldasti bjórstíllinn að brugga

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Einfaldasti bjórstíllinn að brugga

Post by Hjalti »

Ég er að spá í All grain í lok sumars og mig langar að byrja smátt (s.s. einfallt) og sjá svo hvað það er sem mig langar að gera.

Hvað er svona "Einfaldasti" stíllinn að brugga. Er það að reyna við einhvern venjulegan Pale Ale bara?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Einfaldasti bjórstíllinn að brugga

Post by Eyvindur »

Ég myndi segja vel humlað ljósöl, já. Það er sáraeinfalt, mjög sveigjanlegur stíll, humlarnir í forgrunni og tóm gleði. Hitastigið skiptir ekki svo miklu máli (ljósöl er gott hvort sem það er sætt eða þurrt - þó passa að meskja ekki of heitt), né heldur þykktin á meskingunni eða lengdin (þ.e.a.s. ef hún dregst - hún má auðvitað helst ekki vera of stutt).

Já, ég myndi mæla með ljósöli eða svipuðu. IPA er að sama skapi einfaldur... Ég myndi aðallega segja að það gæti verið varhugavert að fara út í stíla sem krefjast mjög nákvæms hitastigs í meskingunni (bjórar sem verða að hafa mjög mikla fyllingu og vera mjög sætir, til dæmis) eða einhverra kúnsta. Maður þarf 2-3 skipti til að fá almennilega tilfinningu fyrir meskihitastiginu, að mínu mati. Þarna koma reyndar þónokkrir stílar til greina, en kannski er best að láta stout, dubbel og þess háttar bíða þar til smá reynsla er fengin... En samt, besta ráðið er líklega að brugga bara nákvæmlega það sem þig langar að brugga, skítt með allt annað. Ef þig langar að ráðast á garðinn þar sem hann er allra hæstur, gerðu það þá bara. Ef þú kynnir þér málið vel geturðu bruggað hvað sem þig langar til.

Bendi annars á eftirfarandi grein:

http://byo.com/stories/article/indices/ ... eer-styles
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Einfaldasti bjórstíllinn að brugga

Post by andrimar »

Second that. Þó ég verði að viðurkenna að ég hef ekki sjálfur gert allgrain hef ég markvisst verið að stefna þangað í smá tíma og kynnt mér það töluvert. Prufaðu að leita að SMASH á homebrewtalk.com
Kv,
Andri Mar
Post Reply