Lögðum í tvöfalda lögn af Blonde Ale sem hafði heppnast vel áður. Gerðum þó nokkrar breytingar.
Hituðum 61 L í þvottapotti. BIAB með 10,5 kg pilsner, 670 g hveitimalt, 560 Munich I og 290 Carared. Auk þess 1/2 kg dememerasykur. Meskjuðum við 68°
Útveguðum okkur fínustu granítsteina sem við grilluðum duglega og settum út í virtinn sem bullsauð. (Bráðskemmtilegt). Humluðum með Hallertauer Mittelfrüh (60 gr í 60 mín, 70 gr í 20 mín og 40 gr. í 2 mín) auk 50 gr. Saaz í 20 mín. OG 1.065.
Fengum út úr þessu 45 lítra sem skiptust í 2 fötur. Mun gerjast með German Ale #1007 starter frá Gunnari Óla. Planið að setja granítsteinana sem enn eru löðrandi í sykri í aðra fötuna og þá í secondary ásamt meira af Mittelfrüh. Hin fatan fær að vera í friði.