Blonde Ale

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Blonde Ale

Post by viddi »

Lögðum í tvöfalda lögn af Blonde Ale sem hafði heppnast vel áður. Gerðum þó nokkrar breytingar.
Hituðum 61 L í þvottapotti. BIAB með 10,5 kg pilsner, 670 g hveitimalt, 560 Munich I og 290 Carared. Auk þess 1/2 kg dememerasykur. Meskjuðum við 68°
Útveguðum okkur fínustu granítsteina sem við grilluðum duglega og settum út í virtinn sem bullsauð. (Bráðskemmtilegt). Humluðum með Hallertauer Mittelfrüh (60 gr í 60 mín, 70 gr í 20 mín og 40 gr. í 2 mín) auk 50 gr. Saaz í 20 mín. OG 1.065.
Fengum út úr þessu 45 lítra sem skiptust í 2 fötur. Mun gerjast með German Ale #1007 starter frá Gunnari Óla. Planið að setja granítsteinana sem enn eru löðrandi í sykri í aðra fötuna og þá í secondary ásamt meira af Mittelfrüh. Hin fatan fær að vera í friði.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Post Reply