Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Ég hef ekki bruggað síðan í Janúar vegna tímaskorts og ákvað að loksins láta vaða.
Ég setti í hveitibjór með WY 3068 geri í gær.
50% pils 50% malt
Hersbrucker humlar, 30 gm í 90 mín, 30 gm í 10 mín
OG ~ 1.046
Skellti gerinu út í við 13°C og hækkaði hitastigið í 17°C rólega yfir 24 klst. Er enn að bíða eftir gerjunarmerkjum.
Ég er því miður ekki með gögnin úr brewsmith í þessari tölvu þannig að ég get ekki skellt gögnunum beint núna, en ég held að þessi verði fantagóður fyrir sumarið.