Of mikið gosmagn í bjór

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gautig
Villigerill
Posts: 8
Joined: 19. Apr 2011 10:06

Of mikið gosmagn í bjór

Post by gautig »

Ég hef lent í því nokkurum sinnum að gosmagn í bjórnum mínum er allt of mikið. Stundum hefur bjórinn freytt það mikið að ef ég opna bjórinn ekki varla þá sprautast nánast allt innihaldið upp úr flöskunni með látum. Ég er viss um að ég hef ekki verið að hrista bjórinn áður en ég opna.

Ég hef bætt við um 6.6 g/L af sykri (strásykur) í löginn áður en ég set á flöskur. Ég umhelli leginum í annað kar fyrst til að losna við drulluna (ger, humlar). Hiti á leginum hefur verið um 18 °C. Er ég að setja of mikið magn af sykri í eftirbruggun eða er eitthvað annað sem ég gæti verið að gera vitlaust?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Of mikið gosmagn í bjór

Post by hrafnkell »

Eru þetta allar flöskur úr einni lögun eða bara sumar?

Ef bara sumar, þá gæti verið að sykurinn hafi ekki blandast 100% og farið meira af honum í sumar flöskurnar.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Of mikið gosmagn í bjór

Post by kristfin »

skoðaðu þessa síðu
http://hbd.org/cgi-bin/recipator/recipa ... ation.html" onclick="window.open(this.href);return false;

ég miða við 2.3-2.5 í flestan bjór sem ég er að setja á flöskur

mér finnst 6.6g/l vera í hærri kantinum. ætti að gefa svona 2.7 volumes.

2.7 gefur þér bjór sem getur gosið nema hún sé svellköld.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
gautig
Villigerill
Posts: 8
Joined: 19. Apr 2011 10:06

Re: Of mikið gosmagn í bjór

Post by gautig »

Þetta á ekki við allar flöskur en þó margar/flestar. Ég var að brugga hveitibjór og miðað við það þá viðist vera að ég hafi verið með nokkuð hóflegt sykurmagn hjá mér (samkvæmt þessari reiknivél). Mig grunar að þeta tengist því að ég var að brugga við of lágt hitastig, en er þó ekki viss.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Of mikið gosmagn í bjór

Post by sigurdur »

Var flotvogarmæling orðin stöðug 3 daga í röð?
gautig
Villigerill
Posts: 8
Joined: 19. Apr 2011 10:06

Re: Of mikið gosmagn í bjór

Post by gautig »

Ég mældi ekki með flotvog 3 daga í röð en eftir 11 daga þá mældi ég eðlimassa í 1,01 eðlismassa vatns.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Of mikið gosmagn í bjór

Post by sigurdur »

1,01 er svolítið gróf mæling sem getur boðið upp á mjög mikla sykrusveiflu.
Áttu kanski við 1,010?

Allavegana, þá er ekki hægt að vera viss um að gerjun sé lokið nema mæla nokkra daga í röð.

Ég mæli með að þú mælir í nokkra daga í röð næst, blandir átöppunarsykrinum varlega og vel við fyrir átöppun, og þú passir upp á hversu mikill sykur fer í átöppunina.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Of mikið gosmagn í bjór

Post by anton »

Eitt annað mál. Það er að fyla flöskurnar "rétt" . miða við að hafa 2cm borð

Ef flöskurnar eru fylltar í topp þá er hætt við að loftþrýstingurinn inn í flöskunni verði þannig að allt gasið leysist upp í bjórnum og allt gusist upp þegar opnað er.

Einnig, eins og fram hefur komið, skiptir hitastigið miklu máli. Kæla og þá leysist meira upp í ölinu en ellegar.
Post Reply