Ég hef lent í því nokkurum sinnum að gosmagn í bjórnum mínum er allt of mikið. Stundum hefur bjórinn freytt það mikið að ef ég opna bjórinn ekki varla þá sprautast nánast allt innihaldið upp úr flöskunni með látum. Ég er viss um að ég hef ekki verið að hrista bjórinn áður en ég opna.
Ég hef bætt við um 6.6 g/L af sykri (strásykur) í löginn áður en ég set á flöskur. Ég umhelli leginum í annað kar fyrst til að losna við drulluna (ger, humlar). Hiti á leginum hefur verið um 18 °C. Er ég að setja of mikið magn af sykri í eftirbruggun eða er eitthvað annað sem ég gæti verið að gera vitlaust?
Þetta á ekki við allar flöskur en þó margar/flestar. Ég var að brugga hveitibjór og miðað við það þá viðist vera að ég hafi verið með nokkuð hóflegt sykurmagn hjá mér (samkvæmt þessari reiknivél). Mig grunar að þeta tengist því að ég var að brugga við of lágt hitastig, en er þó ekki viss.
1,01 er svolítið gróf mæling sem getur boðið upp á mjög mikla sykrusveiflu.
Áttu kanski við 1,010?
Allavegana, þá er ekki hægt að vera viss um að gerjun sé lokið nema mæla nokkra daga í röð.
Ég mæli með að þú mælir í nokkra daga í röð næst, blandir átöppunarsykrinum varlega og vel við fyrir átöppun, og þú passir upp á hversu mikill sykur fer í átöppunina.
Eitt annað mál. Það er að fyla flöskurnar "rétt" . miða við að hafa 2cm borð
Ef flöskurnar eru fylltar í topp þá er hætt við að loftþrýstingurinn inn í flöskunni verði þannig að allt gasið leysist upp í bjórnum og allt gusist upp þegar opnað er.
Einnig, eins og fram hefur komið, skiptir hitastigið miklu máli. Kæla og þá leysist meira upp í ölinu en ellegar.