Gat á tappa

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Gat á tappa

Post by atlios »

Jæja núna er ég að fara að leggja í mína fyrstu lögn, og er gatið á glerkútnum sem ég mun nota fyrir gerjun 5 cm breitt.
Ég fór í ámuna og keypti mér svona gúmmítappa sem smellur í, en hann er ekki með gati.
Þessi ágæti maður sem seldi mér hann sagði að það væri ekkert mál að bora gat í gegnum hann.
Svo núna rétt í þessu fór ég að bora, en þegar ég var búin(var ekki með mjög breiðan bor) og tók hann til baka þá þrýstist gúmmíið bara til baka og lokaði aftur gatinu.

Því spyr ég, eruð þið með einhver góð ráð til að bora gat fyrir vatnslás í svona gúmmítappa?
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Gat á tappa

Post by atax1c »

Gætir prófað að bora aftur með stærri bor, eða svipað stórum og þvermálið er á loftlásnum, kannski aðeins minni til að hann sé þá alveg þéttur í gatinu.

Eða þú gætir einfaldlega bara keypt þér svona tappa með gati og sleppt öllu veseni ;)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gat á tappa

Post by hrafnkell »

Vandamálið með borinn er að hann var í rauninni bara að gata gúmmíið, ekki að taka neitt efni úr því. Þú gætir þurft að hjakkast svolítið á þessu til að ná úr efni. Best væri líklega að hita eitthvað spjót og troða því í gegnum.

Getur líka prófað að googla "diy carboy stopper hole" eða eitthvað svoleiðis.
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Re: Gat á tappa

Post by atlios »

Ég hefði keypt mér tappa með gati ef hann hefði verið til ;)
En ég gleymdi að taka fram að ég ætla að brugga í fyrramálið, og því þurfti ég svona A.S.A.P. reddingu :)
En ég var of fljótur á mér að setja þetta inn, því að ég þurfti bara að vera aðeins graðari á þetta og þá var þetta komið :D
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Re: Gat á tappa

Post by atlios »

Ég hefði keypt mér tappa með gati ef hann hefði verið til ;)
En ég gleymdi að taka fram að ég ætla að brugga í fyrramálið, og því þurfti ég svona A.S.A.P. reddingu :)
En ég var of fljótur á mér að setja þetta inn, því að ég þurfti bara að vera aðeins graðari á þetta og þá var þetta komið :D
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gat á tappa

Post by Eyvindur »

Eitt sem ég vil benda þér á, sem getur komið að gagni í framtíðinni, er að passa alltaf að setja vatnslásinn í áður en þú setur tappann í kútinn (þú ert að tala um glerkút, ekki satt?). Ef maður setur vatnslásinn í þegar tappinn er kominn í kútinn á maður á hættu að missa tappann ofan í, og það er ekki skemmtilegt (skilst mér - var varaður við þessu áður en ég byrjaði, þannig að ég hef alltaf passað mig).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Gat á tappa

Post by gunnarolis »

Ég hef einusinni verið hársbreidd frá því að ná að setja tappa ofan í glerflösku, rétt náði að redda því.

En þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af þessu, ef þú nærð ekki að gata tappann fyrir mánudag þá seturðu bara sótthreinsaðann álpappír yfir gatið á flöskunni, ferð í vínkjallarann á mánudaginn og kaupir tappa með gati.
Fyrstu 2-3-4 daga gerjunarinnar losnar svo mikið co2 að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að það fari neitt niður í flöskuna.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Re: Gat á tappa

Post by atlios »

Jæja, ég vildi bara deila með ykkur að ég tók bruggdag í gær og fékk arnar (bróðir tengdapabba) formann til að hjálpa mér svona í fyrsta skiptið.
Það var alveg ómetanleg hjálp! Takk aftur kærlega fyrir það :)

Byrjaði að hita vatnið um hálf 12 og var tappinn settur á um 4 leytið.
Við tókum brew in a bag og ég held að þetta hafi bara heppnast vel.
Allavega er gerjunin komin á fullt núna og gatið með vatnslásnum að standa fyrir sínu ;) Svo er bara að vona það besta :skal:
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
Post Reply