Jæja núna er ég að fara að leggja í mína fyrstu lögn, og er gatið á glerkútnum sem ég mun nota fyrir gerjun 5 cm breitt.
Ég fór í ámuna og keypti mér svona gúmmítappa sem smellur í, en hann er ekki með gati.
Þessi ágæti maður sem seldi mér hann sagði að það væri ekkert mál að bora gat í gegnum hann.
Svo núna rétt í þessu fór ég að bora, en þegar ég var búin(var ekki með mjög breiðan bor) og tók hann til baka þá þrýstist gúmmíið bara til baka og lokaði aftur gatinu.
Því spyr ég, eruð þið með einhver góð ráð til að bora gat fyrir vatnslás í svona gúmmítappa?