Ég og vinur minn settum í okkar aðra AG lögn í gær og gerðum við ipa en uppskriftin var eiginlega blanda af bee cave apa og tri-centennial ipa, það er við notuðum "grain bill" + smá garapils fyrir haus frá bee cave inum en notuðum humla planið frá tri-centennialinum og erum svo með s-04 ger að breyta virtinum okkar í gómsætan bjór. En þá kemur spurningin, mig langar að prufa að eika helminginn en ég er ekki viss um hvernig það gæti komið út og væri vel til í skoðanir mér fróðari manna á að eika þennan bjór, hef lesið á netinu um að menn séu að eika ipa en það fari allt eftir uppskriftinni.
Shitmix IPA:
3,6kg Pale Ale Malt
0,9kg Vienna Malt
0,225kg CaraHell Malt
0,2kg CaraPils Malt
25gr Centennial(10,8%AA) 60min
38gr Centennial(10,8%AA) 20min
64gr Centennial(10,8%AA) 5min
28gr Centennial(10,8%AA) dryhop 7-10 daga
S-04 Einn pakki
Batch Size 21,5l
Boil Size 27l
OG 1.055
FG ?.???
(gerðum tvöfalda þessa uppskrift og settum í tvær gerjunarfötur)
Haldið þið að það sé óhætt að skella eik í þennan?