Eikaður IPA

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Eikaður IPA

Post by bjarkith »

Ég og vinur minn settum í okkar aðra AG lögn í gær og gerðum við ipa en uppskriftin var eiginlega blanda af bee cave apa og tri-centennial ipa, það er við notuðum "grain bill" + smá garapils fyrir haus frá bee cave inum en notuðum humla planið frá tri-centennialinum og erum svo með s-04 ger að breyta virtinum okkar í gómsætan bjór. En þá kemur spurningin, mig langar að prufa að eika helminginn en ég er ekki viss um hvernig það gæti komið út og væri vel til í skoðanir mér fróðari manna á að eika þennan bjór, hef lesið á netinu um að menn séu að eika ipa en það fari allt eftir uppskriftinni.

Shitmix IPA:
3,6kg Pale Ale Malt
0,9kg Vienna Malt
0,225kg CaraHell Malt
0,2kg CaraPils Malt
25gr Centennial(10,8%AA) 60min
38gr Centennial(10,8%AA) 20min
64gr Centennial(10,8%AA) 5min
28gr Centennial(10,8%AA) dryhop 7-10 daga
S-04 Einn pakki

Batch Size 21,5l
Boil Size 27l
OG 1.055
FG ?.???
(gerðum tvöfalda þessa uppskrift og settum í tvær gerjunarfötur)

Haldið þið að það sé óhætt að skella eik í þennan?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Eikaður IPA

Post by sigurdur »

Ég hef því miður gert litar rannsóknir um hvað er gott að eika og hvað ekki, en ég mæli með að þú prófir að bæta eik við í 5 lítra, svo að tapið verði sem minnst.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Eikaður IPA

Post by gunnarolis »

Hérna er þráður um þessa sömu umræðu á homebrewtalk : http://www.homebrewtalk.com/f12/why-oak ... pas-52698/" onclick="window.open(this.href);return false;

Menn eru eitthvað að tala um að þetta sé ekki inni í style guidelines og eitthvað svoleiðis, en ef þig langar að setja eik í IPA bjórinn þinn, þá mundi ég klárlega prófa það. Koma svo til baka og segja okkur hinum hvað þér fannst.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Eikaður IPA

Post by Eyvindur »

Ég hef aðallega heyrt um að menn séu að setja eik í enska IPA, fremur en ameríska, en af hverju ekki að prófa? En eins og var bent á áður er best að gera það við lítið í einu. Kannski verður eitthvað skrýtið að hafa sítrusbragðið og eikina saman (ég er ekki að draga úr þessu, bara að velta vöngum), eða eitthvað. Um að gera að prófa, en fara hægt í sakirnar. Kannaðu líka vel hversu mikið er sniðugt að setja, og farðu rólega í það. Það er alltaf hægt að bæta við, en þú losnar ekki við eikina úr ef bragðið verður yfirþyrmandi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Eikaður IPA

Post by atax1c »

Ég hef allavega lesið um að eikarspænir gefi einfaldara bragð, en kubbar gefa mun flóknara bragð.

Veit reyndar ekki hvort að eikarkubbar fáist hérna á Íslandi =)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Eikaður IPA

Post by hrafnkell »

Það er hægt að fá special edition af sumum ipa í bandaríkjunum með eik, t.d. er hægt að fá Arrogant Bastard eikaðan. Hann er reyndar á mörkunum að vera IPA, en ég held að það sé vel þess vert að prófa þetta. Bara spurning um að gera það ekki á öllu batchinu.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Eikaður IPA

Post by bjarkith »

Hugmyndin var að prufa að seta eikarspæni eins og ég hef sett í rauðvín í helminginn það er aðra gerjunurtunnuna, ég er mjög hrifinn af eikarbragðinu í víni en geri mér fulla grein fyrir því að það verður ekki eins í bjórnum, held ég skelli einum litlum poka í aðra tunnuna og sjái hvernig fer svo get ég prufað mig með meira magn í seinni lögnum.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Eikaður IPA

Post by Eyvindur »

Ástæðan fyrir því að kubbar og flögur gefa flóknara bragð en spænir er að það er yfirleitt búið að rista það, en spænirinn er held ég óristaður, sem þýðir að maður fær bara eikina, en ekki aukatónana sem ristunin gefur. Ég held að það væri snjallræði að skella spæninum í ofn og rista hann smá, því oftast eru það ristunartónarnir sem menn sækjast eftir úr eikinni. Ég held að menn risti til dæmis víntunnur áður en þeir setja bjór í þær (þetta er óþarfi þegar viskýtunnur eru annarsvegar, því þær eru vel ristaðar).

Ég vona að ég sé ekki að bulla ótæpilega...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Eikaður IPA

Post by bjarkith »

Er ekki betra að rista á grilli eða pönnu?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Post Reply