Ég, mágur minn og pabbi ákváðum að prufa að gera AG bjór og eftir mjög mikla spennu, mikinn lestur og smíði á græjum, þá er fyrsti AG kominn í gerjunarkerið.
Fyrir valinu varð einmitt þessi Bee Cave APA
http://www.brew.is/oc/uppskriftir/BeeCaveAPA" onclick="window.open(this.href);return false; frá brew.is og ég get alveg mælt með að byrja á þessum. Hæfilega einfaldur og frábært framlag hjá hrafnkelli á brew.is
Þetta er fyrsti bjórinn sem við gerum og ég hlakka mikið til að sjá hvernig smakkast.
Við lentum í smá vegis vandræðum með vatns magnið því að við ætluðum okkur að gera þetta mjög vel eftir ýtarlegan lestur úr how to brew bókinni góðu, en við reiknuðum ekki alveg rétt hve mikið vatn við ættum að nota í skolun og notuðum því aðeins of mikið af vatni í meskinguna og allt of lítið vatn í skolunina.
Bee Cave á að vera uþb. 21 lítra batch eins og segir í linknum hér að ofan en í gerjunarkerinu eru aðeins 15 lítrar.
Það gufaði meira vatn upp heldur en við reiknuðum með og kornið tók auðvitað vatn sem við gleymdum að reikna með.
Lentum einnig í vandræðum með síjuna í meskikerinu. Fyrir valinu var ákveðið að nota sturtuhaus fyrir síju. Kornið endaði á að fylla sturtuhausinn þegar uþb. 15 lítrar voru eftir í meskikerinu þegar það gerðist.
Á morgun ætlum við svo að skella danskri brown ale uppskrift í annað gerjunarker.
http://www.brygland.dk/brygland-s-brown-ale.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég læt vita hvernig það fer.
Ég var ekki alveg viss hvort þetta ætti frekar heima í bjórgerðinni en þið látið mig þá vita, ég er nýliði.