Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
flang3r
Villigerill
Posts: 26
Joined: 20. Aug 2010 22:16

Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by flang3r »

Ég, mágur minn og pabbi ákváðum að prufa að gera AG bjór og eftir mjög mikla spennu, mikinn lestur og smíði á græjum, þá er fyrsti AG kominn í gerjunarkerið.

Fyrir valinu varð einmitt þessi Bee Cave APA http://www.brew.is/oc/uppskriftir/BeeCaveAPA" onclick="window.open(this.href);return false; frá brew.is og ég get alveg mælt með að byrja á þessum. Hæfilega einfaldur og frábært framlag hjá hrafnkelli á brew.is

Þetta er fyrsti bjórinn sem við gerum og ég hlakka mikið til að sjá hvernig smakkast.

Við lentum í smá vegis vandræðum með vatns magnið því að við ætluðum okkur að gera þetta mjög vel eftir ýtarlegan lestur úr how to brew bókinni góðu, en við reiknuðum ekki alveg rétt hve mikið vatn við ættum að nota í skolun og notuðum því aðeins of mikið af vatni í meskinguna og allt of lítið vatn í skolunina.

Bee Cave á að vera uþb. 21 lítra batch eins og segir í linknum hér að ofan en í gerjunarkerinu eru aðeins 15 lítrar.

Það gufaði meira vatn upp heldur en við reiknuðum með og kornið tók auðvitað vatn sem við gleymdum að reikna með.

Lentum einnig í vandræðum með síjuna í meskikerinu. Fyrir valinu var ákveðið að nota sturtuhaus fyrir síju. Kornið endaði á að fylla sturtuhausinn þegar uþb. 15 lítrar voru eftir í meskikerinu þegar það gerðist.

Á morgun ætlum við svo að skella danskri brown ale uppskrift í annað gerjunarker.
http://www.brygland.dk/brygland-s-brown-ale.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég læt vita hvernig það fer.

Ég var ekki alveg viss hvort þetta ætti frekar heima í bjórgerðinni en þið látið mig þá vita, ég er nýliði.
Á flöskum: APA
Í gerjun: Ekkert :(
Næsta uppskrift: Hugsanlega Stout eða Porter
Gerjað: APA, Brown Ale
AG Bjór alls: 86 lítrar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by sigurdur »

Til hamingju með þetta! :beer:

Þú ert á réttum korki með þennan þráð.

Það hefur gefið góða raun að nota svokallaðan klósettbarka (enska, stainless steel braid) til þess að sía út hratið frá virtinum. Það má finna leiðbeiningar á "Gerðu það sjálfur" korkinum með myndum sem gefa góða hugmynd um það sem ég á við. Það veldur vonandi minni vandræðum þegar verið er að hleypa af vatninu.
Þið getið einnig skoðað Brew-in-a-bag aðferðina.
User avatar
flang3r
Villigerill
Posts: 26
Joined: 20. Aug 2010 22:16

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by flang3r »

sigurdur wrote:Til hamingju með þetta! :beer:

Þú ert á réttum korki með þennan þráð.

Það hefur gefið góða raun að nota svokallaðan klósettbarka (enska, stainless steel braid) til þess að sía út hratið frá virtinum. Það má finna leiðbeiningar á "Gerðu það sjálfur" korkinum með myndum sem gefa góða hugmynd um það sem ég á við. Það veldur vonandi minni vandræðum þegar verið er að hleypa af vatninu.
Þið getið einnig skoðað Brew-in-a-bag aðferðina.

Kærar þakkir ! :skal:

Já, við ætlum einmitt að nota BIAB aðferðina á morgun. Ég hef séð einhverjar útfærslur á klósettbarkanum í bókinni og líka eitthvað af því hér á spjallinu.
Á flöskum: APA
Í gerjun: Ekkert :(
Næsta uppskrift: Hugsanlega Stout eða Porter
Gerjað: APA, Brown Ale
AG Bjór alls: 86 lítrar
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by bjarkith »

Ég var einnig að skella í minn fyrsta AG bjór, og Bee Cave varð fyrir valinu, endaði einnig í 15l :) en lítur vel út, bubblar á fullu, er spenntur að smakka hann.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
flang3r
Villigerill
Posts: 26
Joined: 20. Aug 2010 22:16

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by flang3r »

bjarkith wrote:Ég var einnig að skella í minn fyrsta AG bjór, og Bee Cave varð fyrir valinu, endaði einnig í 15l :) en lítur vel út, bubblar á fullu, er spenntur að smakka hann.
Glæsilegt ! Þessi uppskrift er líka góð fyrir byrjendur í þessu.
Hvað notaðiru mikið vatn til að byrja með ?
Skolaðirðu eitthvað eftir meskingu ?
Á flöskum: APA
Í gerjun: Ekkert :(
Næsta uppskrift: Hugsanlega Stout eða Porter
Gerjað: APA, Brown Ale
AG Bjór alls: 86 lítrar
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by bjarkith »

Man ekki hve mikið vatn ég byrjaði með, þetta var svona gert í mómentinu, skyndibruggun, svo ég var ekki undirbúinn og skráði ekkert svona en ég man að ég skolaði maltið eftir meskingu með að mig minnir um 4l af sjóðandi vatni.
Tappaði í gær hann er frekar gruggugur hjá mér en það skrifa ég á reynsluleysi og vankunnáttu en ég smakkaði smá þegar ég var að tappa og hann bragðaðist príðisvel, stefnir allt í hinn fínasta öl.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
flang3r
Villigerill
Posts: 26
Joined: 20. Aug 2010 22:16

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by flang3r »

bjarkith wrote:Man ekki hve mikið vatn ég byrjaði með, þetta var svona gert í mómentinu, skyndibruggun, svo ég var ekki undirbúinn og skráði ekkert svona en ég man að ég skolaði maltið eftir meskingu með að mig minnir um 4l af sjóðandi vatni.
Tappaði í gær hann er frekar gruggugur hjá mér en það skrifa ég á reynsluleysi og vankunnáttu en ég smakkaði smá þegar ég var að tappa og hann bragðaðist príðisvel, stefnir allt í hinn fínasta öl.
Glæsilegt ! Er bragðið ekki aðalatriðið ? Gaman að því að gera þetta í skyndi en passaðiru ekki vel upp á hreinlætið ? Ég hef lesið þó nokkuð oft að það virðist vera mjög mikilvægt í bjórnum alla vegana.
Á flöskum: APA
Í gerjun: Ekkert :(
Næsta uppskrift: Hugsanlega Stout eða Porter
Gerjað: APA, Brown Ale
AG Bjór alls: 86 lítrar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by sigurdur »

flang3r wrote:
bjarkith wrote:Man ekki hve mikið vatn ég byrjaði með, þetta var svona gert í mómentinu, skyndibruggun, svo ég var ekki undirbúinn og skráði ekkert svona en ég man að ég skolaði maltið eftir meskingu með að mig minnir um 4l af sjóðandi vatni.
Tappaði í gær hann er frekar gruggugur hjá mér en það skrifa ég á reynsluleysi og vankunnáttu en ég smakkaði smá þegar ég var að tappa og hann bragðaðist príðisvel, stefnir allt í hinn fínasta öl.
Glæsilegt ! Er bragðið ekki aðalatriðið ? Gaman að því að gera þetta í skyndi en passaðiru ekki vel upp á hreinlætið ? Ég hef lesið þó nokkuð oft að það virðist vera mjög mikilvægt í bjórnum alla vegana.
Gott hreinlæti á við um alla matvöru en sérstaklega þá matvöru sem á að geyma í einhvern tíma, eins og t.d. bjór, á kjörhitastigi örlífvera.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by bjarkith »

JúJú þó þetta hafi verið gert í skyndi þá passaði ég uppá allt hreinlæti við gerðina. En eitt sem ég tók eftir þegar ég skoðaði eina af flöskunum áðan er að núna er komið þykkt setlag á botn flöskunnar og bjórinn virðist tærari þó ég geti nú ekki alveg séð það fyrr en hann er kominn í glas, ætti kanski að leifa honum að sita lengur í tunnu næst og fella meira út. Er eithvað trix til að láta bjórinn fella út í tunnunni? En annars er ég spenntur að smakka hann fullkláraðann, smakkaði hann þegar ég tappaði og virðist vera sýkingarlaus eða ég fann að minnsta kosti ekki neitt óvenjulegt bragð.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by sigurdur »

Ef þú gerjar í flösku til að fá upp kolsýru, þá máttu búast við því að auka ger setjist á botninn á flöskunni.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by bjarkith »

Já ég geri mér grein fyrir því en hvernig get ég gert það öðruvísi? Er ekki eina önnur leiðin að tappa á kúta til að ná upp kolsýru?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by sigurdur »

bjarkith wrote:Já ég geri mér grein fyrir því en hvernig get ég gert það öðruvísi? Er ekki eina önnur leiðin að tappa á kúta til að ná upp kolsýru?
Það eru til nokkrar aðferðir til að ná upp kolsýru í bjór. Þessar tvær eru þær algengustu (setja á kút eða prime'a á flöskum).
Hér eru smá leiðbeiningar um hvernig skuli hella heimagerðum bjór úr flösku
http://www.howtobrew.com/section1/chapter11-9.html" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
flang3r
Villigerill
Posts: 26
Joined: 20. Aug 2010 22:16

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by flang3r »

Við skelltum bjórnum í flöskur á sunnudaginn seinasta(2.janúar).

Enduðum á að tappa uþb. 10 lítra á flöskur, ég skil eiginlega varla sjálfur hvert þessir 5 lítrar fóru en þeir hafa líklegast orðið eftir með gerkökunni í botninu á gerjunarfötunni.

35x330 flöskur.

Ég hlakka til að smaka ! :beer: :fagun:
Á flöskum: APA
Í gerjun: Ekkert :(
Næsta uppskrift: Hugsanlega Stout eða Porter
Gerjað: APA, Brown Ale
AG Bjór alls: 86 lítrar
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by hrafnkell »

Það er alveg kominn tími á fyrsta smakk :)
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by bjarkith »

Ég held ég hafi endað með um 13-14 lítra, á flöskur, smakkaði fyrsta í gær, bragðaðist bara príðisvel, samt frekar mattur, eða þokaður, en finnt bara hafa heppnast vel miðað við fyrstu tilraun.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
flang3r
Villigerill
Posts: 26
Joined: 20. Aug 2010 22:16

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by flang3r »

hrafnkell wrote:Það er alveg kominn tími á fyrsta smakk :)
Mikið er ég ánægður að sjá þetta comment !

Fyrsta smakk er dagsett á sunnudaginn ! Ég læt vita hvernig smakkast.
Á flöskum: APA
Í gerjun: Ekkert :(
Næsta uppskrift: Hugsanlega Stout eða Porter
Gerjað: APA, Brown Ale
AG Bjór alls: 86 lítrar
User avatar
flang3r
Villigerill
Posts: 26
Joined: 20. Aug 2010 22:16

Re: Fyrsti AG bjórinn í gerjun

Post by flang3r »

Fyrsta smökkun var færð á þriðjudaginn seinast liðinn(11. jan).

Smakkaðist frábærlega en hefði verið enn betri ef ég hefði kælt hann fyrr um daginn, hann var inn í ískáp í aðeins hálftíma til klukkutíma.

Sætur, bragðmikill og beiskur. Finn mikið cascade bragð, augljóslega.

Við erum mjög sáttir, sérstaklega fyrir fyrsta bjórinn.


Kolsýru magnið var líka mjög gott. Engin flaska spruning ennþá.

Kláruðust 10 bjórar í fyrstu smökkun ! :D

Skál ! :beer:

Edit: Langaði að bæta við þetta að mig gruni að ABV hafi verið i kringum 6 frekar en 5,1% eins og átti að verða, en þetta get ég útskýrt með vökva tapinu. Uppskriftin átti nú að verða 25 litrar.
Á flöskum: APA
Í gerjun: Ekkert :(
Næsta uppskrift: Hugsanlega Stout eða Porter
Gerjað: APA, Brown Ale
AG Bjór alls: 86 lítrar
Post Reply