Sæl öll
Við erum tveir félagar sem settum í all grain lögun fyrr á árinu með þolanlegum árangri. Þá settum við korn í meskiker eins og vera ber og ákveðið heitt vatn á sem stóð í u.þ.b. klukkutíma. Nú vorum við að kaupa kit á Brouwland og þá lendum við í smá vandræðum. Með því fylgir mash schedule sem tilgreinir 55° í 15 mínútur, 63° í 30 mínútur, 73° í 25 mínútur og svo 78° í 5 mínútur. Nú höfum við ekki meskiker sem hitar svo okkur langar að spyrja hvort þið hafið einhverjar sniðugar uppástungur fyrir okkur?
Kveðja - Viðar og Tóti