Græningjaspurning

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Græningjaspurning

Post by viddi »

Sæl öll

Við erum tveir félagar sem settum í all grain lögun fyrr á árinu með þolanlegum árangri. Þá settum við korn í meskiker eins og vera ber og ákveðið heitt vatn á sem stóð í u.þ.b. klukkutíma. Nú vorum við að kaupa kit á Brouwland og þá lendum við í smá vandræðum. Með því fylgir mash schedule sem tilgreinir 55° í 15 mínútur, 63° í 30 mínútur, 73° í 25 mínútur og svo 78° í 5 mínútur. Nú höfum við ekki meskiker sem hitar svo okkur langar að spyrja hvort þið hafið einhverjar sniðugar uppástungur fyrir okkur?

Kveðja - Viðar og Tóti
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Græningjaspurning

Post by hrafnkell »

Þú getur látið duga að setja í 63 gráður í 60mín og svo hugsanlega hækkað hitastigið með sjóðandi vatni í lok meskingar ef það er pláss í meskikerinu. Þrepamesking er ekki nauðsynleg, bara enn einn möguleikinn :)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Græningjaspurning

Post by kristfin »

hvernig bjór er þetta?

sennilega er overkill að vera með þrepameskingu. allavega óþarfi.

notið bara venjulega infusion mash og mögulega mashout.

eins og hrafnkell segir, fara kannski í 67 gráður í 60 mín, 75 mashout í svona 10 (með því að bæta við heitu vatni). tappa af og skola síðan
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Græningjaspurning

Post by viddi »

Kærar þakkir fyrir skjót og góð svör.
Bjórinn er þessi hér: http://www.brouwland.com/setframes/?l=& ... 4&shwlnk=0 (og reyndar annað kit til).

Bestu kveðjur
Viðar og Tóti
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Græningjaspurning

Post by kristfin »

þetta á ekki að vera neitt mál.

meskið þetta bara við 65-68 gráður í 60-90 mínútur og þið eruð góðir

síðan er að gerja þetta við svona 12 gráður. famelían fer bara ekki í sturtu í mánuð. látið leka vatn í stóra fötu þar sem gerjunarfatan er ofaní, þá haldið þið henni mátulega kaldri með því að stilla vatnsflæðið.

vatnið mitt í kópavogi er 9° úr krananum, svo ég er að halda lagerbjórnum mínum í 10-12 bara með því að stilla flæðið.

nú ef það er ekki hægt, þá bara gerja við þann hita sem þið getið, bara helst að halda honum stöðugum. setja blauta peysu yfir fötuna etc.

þið leyfið okkur að fylgjast með!
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply