Ég var að heyra að næstkomandi föstudag (19. nóvember) kl. 17.00 væri "frumsýning" á nýjum jólabjór frá Ölvisholti á Vínbarnum. Þeir fá einhverja 200 lítra á kútum og verða með hann á krana þar til birgðirnar klárast. Mér skilst að þetta sé jólabjór sem gerður var fyrir Sænskan markað og verði ekki fáanlegur í vínbúðum hérlendis. Hann er víst reyktur en ekki sami og í fyrra.
Jólabjórinn frá Ölvisholti fyrir íslenska markaðinn verður eitthvað seinn á ferðinni þetta árið vegna óviðráðanlegra orsaka þannig að ég mæli með því að menn fylli ekki jólabjórskvótann sinn strax.
Ef Valgeir bruggmeistari sér þetta má hann endilega leiðrétta staðreyndarvillur ef einhverjar eru
Ég ætla að mæta og hvet menn til að fá sér tvo til þrjá eftir vinnu eða síðar.